English Version Below
Góðan daginn … ég er að reyna að koma mér niður á jörðina eftir vægast sagt skemmtilegt stefnumót við minn mann. Gunni fékk þyrluflug frá mér í einum af jólapökkunum en það er Norðurflugi að þakka sem höfðu samband við mig fyrir jólin og kynntu þeirra magnaða starf. Ég hef aldrei flogið í þyrlu og viðurkenni að ég fékk smá í magann við tilhugsunina að ætla mér það, músin sem ég er með svona hluti. Sú ferð sem við fórum í tekur ekki nema um tæpa klukkustund og er flogið yfir Reykjavíkursvæðið. Ég er alveg heilluð eftir daginn. Afhverju gerir maður ekki mikið oftar óhefðbundna hluti? Fallega landið okkar er alveg magnað – engu öðru líkt.
Að ná að stela upptekna landsliðsmanninum á deit á milli æfinga dagsins er eitt en að ná honum í svona upplifun er eiginlega alveg ótrúlegt … svona á að byrja nýtt ár!
Áhugasamir geta lesið meira um málið: HÉR
Það sem kom mér á óvart er að flugferð sem þessi er ekki jafn dýr og ég hafði haldið. Kostaði um 20.000 á manninn sem er svipað og að leigja fjórhjól sem dæmi.
//
Perfect hour with my better half. Iceland is the most beautiful place if you ask me … also if you look at these photos from yeasterdays helicopter ride.
If you visit Iceland, I recommend it 100% !!
More info: HERE
xx,-EG-.
Skrifa Innlegg