Það er svo ánægjulegt en á sama tíma ótrúlegt að heil 8 ár séu liðin frá opnun Trendnet – þann 8.ágúst 2012. Þá hafði ég sjálf bloggað í önnur 3 ár á undan. Trendnet var fyrsta síðan, sinnar tegundar, á Íslandi á sínum tíma og í gegnum árin hafa nokkrar sambærilegar komið og farið. Ég er svo ótrúlega stolt af þessari löngu siglingu síðunnar og er það eingöngu mögulegt vegna ykkar, lesendanna sem kíkið stundum við – takk innilega fyrir samveruna öll þessi ár <3
Trendnet var stofnað þegar blogg voru að ná hámarki í Skandinavíu, fyrir vinsældir Instagram, sem hefur síðan tekið við hlutverki bloggsins að einhverju marki. Ég elska þó enn bloggið sem miðil og það gefur mér færi á að fara dýpra og nánar útí ákveðna hluti og í dag tvinna ég mína miðla saman með áherslu á Instagram myndir, story og síðan ítarlegri umfjallanir á blogginu á Trendnet.
Ég horfi að einhverju leiti á bloggið sem nútímadagbók þar sem ég safna mínum upplifunum, innblæstri, fólki sem veitir mér og þér innblástur, tísku og trendum. Ég hef lifað viðburðarríku lífi undanfarin ár með flakki um Evrópu með handboltamanninum mínum og þetta verða minningar sem gaman verður að fletta í gegnum í ellinni.
Bloggin lifa sínu lífi í gegnum árin og gott dæmi um það er ítarleg færsla sem ég gerði um brúðkaupið mitt – hún fær árlega fjölda heimsókna frá fólki sem skipuleggur stóra daginn.
Við erum fjögur, reynsluboltar sem hafa skrifað á Trendnet frá upphafi – Svana á Svart á Hvítu, Andrea Röfn, Helgi Ómars og ég sjálf – byrjuðum öll árið 2012. Þar fann ég vini fyrir lífstíð sem mér þykir svo afskaplega vænt um. Aðrir hafa hætt og nýir pennar hafa bæst í hópinn en allir eiga það sameiginlegt að vera alltaf í Trendnet fjölskyldunni, það finnur maður svo sterkt, samstaðan er svo mikil og við höldum með hvert öðru áfram og alltaf.
TIL HAMINGJU MEÐ AFMÆLIÐ, TRENDNET, sem ég kalla gjarnan miðju-barnið mitt.
Skyrta af Gunna: Libertine, Skart: AndreA, Skór: Mango
Laugardagslúkk …
í svitakasti í garðinum mínum. Danska sumarið ákvað að koma aftur. Hér skálum við í aarke – sódavatn er aðeins betra í fallegu glasi. Trendnet er einmitt að gefa slíkt eðal tæki í tilefni afmælisins – fylgist með afmælis-sunnudags-glaðningi á Trendnet miðlum. Eins og áður er glatt lesendur með afmælisgjöf ár hvert. Njótið vel!
Eigið góða helgi xx
xx,-EG-.
Skrifa Innlegg