*ath* ég ELSKA þegar Hildur gerir föstudagslista, og hún ekki bara gaf mér leyfi til að gera þá líka, heldur hvatti hún mig til að gera það sama. Takk Hildur!!
Föt dagsins:
Ég er í Whyred buxum sem ég keypti síðasta sumar held ég, nema hvað, ég passaði ekki í þær þá. Enda bætti ég nýverið smá á mig og fór beint í rassgatið á mér. Svo buxurnar mínar urðu flestar eins og gammósíur. En strákurinn er búinn að vera æfa og duglegur, svo nú smellpassa þær. Mér til mikillar ánægju. En svo er ég í langermabol frá Han Kjøbenhavn, alveg basic. Svo í hvítum Nike sokkum, en ég var að koma af deiti með Kasper, fengum okkur sushi. Þá var ég í gráa frakkanum mínum frá Selected sem ég bloggaði um um daginn og hvítu Valentino skónnum sem ég er í á myndinni. Með splunkunýja Acne trefilinn sem ég keypti á útsölu, sem ég bloggari LÍKA nýlega um. Flettið bara og þá finniði allt’etta.
Skap dagsins:
Ég er bara mega góður. Það var sól í allan dag eftir gráustu vikur lífs míns. Það bara kom ekki einu sinni birta. Mjög hellað. Er búinn að ætla taka fullt af myndum, en aldrei kom dagsbirtan. Svo ég átti yndislegan dag, fór á æfingu og svo út að hlaupa með Noel og svo vann í verkefninu mínu. Sem er einmitt að fara líta dagsins ljós á næstunni, er bæði stressaður og spenntur.
Lag dagsins:
Það er klárlega Someone you loved með Lewis Capaldi, en ég elska hann og hlusta endalaust á hann þessa dagana. Önnur ástæða afhverju það er nákvæmlega þetta lag er afþví ég er búinn að vera mastera að RADDA það!! Finnst ég geggjaður. Show Yourself frá Frozen 2 er líka æði, haha.
Matur dagsins:
Ég er farinn að borða graut í hverju hádegi. Ég elska graut þessa dagana, er ótrúlegt en satt ekki kominn með ógeð af því ennþá. Og það er líka fullkomin afsökun til að borða ógeðslega mikið af hnetusmjöri. Svo sushi í kvöldmat, en við fórum á Sticks n Sushi og þar er broccoli með góma dressingu og svo blómkál með trufflusósu, það er bara gjörsamlega HEIMSKULEGT hvað það er gott. Jiiiisús! Og ódýrt! Svo ég tala nú ekki um það .. mæli með!
Það sem stóð uppúr í vikunni:
Öll samveran mín með hundinum mínum. Það er svo mikil blessun að eiga svona yndislegan hund, hann er bara glaðastur og yndislegastur. Get ekki lýst því. Við erum búnir að fara í góða göngutúra, út að skokka saman alveg þrisvar þessa vikuna. Hann bara er það besta í lífinu mínu.
Óskalisti vikunnar:
Ég er reyndar búinn að vera í smá svona útsöluperra rúntun endalaust. Hef þó ekki pantað neitt, því æ .. þú veist, ég á svo mikið. En langar í fullt! Saint Laurent espadrilles fyrir Tæland, Prada nylon húfu fyrir Tæland, æ þið vitið.
Plön helgarinnar:
Ég ætla að halda áfram með verkefnið mitt, sem ég hlakka svo ótrúlega til að koma þessu í loftið. Svo er Kasper meiddur, svo ég er mest með Noel þessa dagana, svo við förum líklegast í Søndermarken saman og hlaupum og brennum orku og svoleiðis. Annars engin plön, nema njóta og hafa það gott.
Helgaspjallið á Apple Podast & Spotify
Jakki: Supreme
Peysa: MUF10
Buxur: Acne Studios
Skór: Valentino
Skrifa Innlegg