Það var hann Jafet Máni sem náði mér í fyrsta hlaðvarps viðtalið þegar ég settist í stólinn hjá honum í Efstaleitinu. Jafet heldur úti þættinum Fram á við þar sem hann talar við unga frumkvöðla á ólíkum sviðum.
“Í Fram á við fær Jafet Máni til sín ungt fólk sem notið hefur velgengni í sínum geira, býr yfir leyndarmálum um lykilinn að góðu gengi í viðskiptum hefur með ævintýramennskuna að vopni stofnað fyrirtæki”
VIÐ HVAÐ VINNUR ÞÚ? Þetta er spurning sem ég fæ mjög reglulega.
Ég kom á hlaupum í Konur Eru Konum Bestar vikunni í september þegar hausinn á mér var á yfirsnúning. Ég sagði frá stofnun Trendnet ásamt því að útskýra hvað ég geri í mínum ólíku vinnutengdu verkefnum hverju sinni. Tímarnir eru vissulega breyttir og það er ekki skrítið að fólk velti því fyrir sér hvað ég geri. Alltaf við tölvuna eða á spani að “leika mér” eins og það lítur kannski út þegar maður fylgist með úr fjarlægð. Ég fer yfir lífið í útlöndum sem kona atvinnumanns í handbolta og tveggja barna móðir, en þó aðallega hvernig ég hef þróað bloggið síðustu 10 ár “í bransanum”.
Takk fyrir mig Jafet og RÚV.
Vonandi kom þetta ágætlega út. Ég er ekki búin að hlusta sjálf, þori ekki ;)
HÉR ER HÆGT AÐ HLUSTA Á VIÐTALIÐ
xx,-EG-.
Skrifa Innlegg