fbpx

ÚT AÐ HLAUPA Í NÝJU NIKE

HREYFINGSAMSTARF
Færslan er unnin í samstarfi við Nike á Íslandi

Meistari Elísabet heilsar frá stofunni heima hjá sér, aldrei þessu vant. Ég er búin að vera á ansi miklu flandri síðustu daga, fyrst að tískast í Kaupmannahöfn og svo í Aarhus að hvetja betri helminginn minn áfram í handbolta. Skemmtilegir dagar en mikið er ég spennt að eiga venjulega vinnuviku sem hefst hér og nú. Ég ætla að byrja á að segja ykkur frá Instagram gjafaleik sem ég var að setja í loftið HÉR – vonandi takið þið öll þátt.

Í samstarfi við Nike á Íslandi gef ég fylgjanda  hlaupadress frá ‘Toppi til táar’. Mitt dress á myndunum hér að neðan er Toppur: Nike Indie Light, Buxur: Nike Speed, Hlaupaskór: Nike Zoom Pegasus 35 en þið fáið að sjálfsögðu einhverja góða peysu líka. 

Það er töluvert skemmtilegra að byrja árið í ræktinni í nýjum æfingafötum – hvetjandi ..  því finnst mér mjög ánægjulegt að fá að gefa ykkur veglega Nike gjöf sem gefur manni spark í rassinn að standa sig. Fyrir nokkrum árum var ég sú sem að hreyfði mig aldrei en í dag kemst ég varla í gegnum daginn nema að ég fái mínar 30 mínútur af svita. Það er auðvitað algjör misskilningur að æfingar þurfi alltaf að vera rosalega langar. Ég fullnýti mínar mínútur í ræktinni og er alltaf alveg búin á því líkamlega og alveg endurnærð andlega.

Hreyfing er mikilvæg öllum, bæði fyrir líkama og sál.


Hálftími á hlaupum og teygjur ?? besta tilfinning – mæli með að þið prufið!

Hér eru nokkrar af mínum uppáhalds vörum úr nýju vörunum frá NIKE  – úrvalið er gott. Fyrir vorið langar mig að eignast meira hvítt og grátt en yfir vetrartímann nota ég mest svart eins og örugglega margir tengja við.

xx,-EG-.

 Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

MEISTARAMÁNUÐUR: SETJUM OKKUR MARKMIÐ

Skrifa Innlegg