Ég tók að mér smá vinnu fyrir Glamour á Íslandi þegar ég var stödd á tískuvikunni í Kaupmannahöfn á dögunum. Verkefnið var að fanga myndir og móment af þeim geggjaða götustíl sem finna má í dönsku höfuðborginni á þessum tíma árs. Blaðið kom inn um lúguna í morgun og ég var spennt að sjá myndirnar á pappír. Það var svo gaman hvað ég náði mörgum þekktum andlitum í stílinn að þessu sinni – allir liðlegir og til í að vera með.
//
You can see my work in the Icelandic Glamour, September issue. When visiting the European Fashion weeks I get my most inspiration from the people on the streets. In Copenhagen they surely know how to dress. Thank you for letting me take some photos to share here and in Glamour Iceland this month.
Ég fékk leyfi til að birta textann hér á blogginu:
Í byrjun ágúst fór fram tískuvika í Kaupmannhöfn og Glamour lét sig ekki vanta. Einn af útsendurum okkar var tískubloggarinn Elísabet Gunnars sem fangaði smekklega gesti á filmu. Gefum henni orðið.
Það er heillandi að fylgjast með tískupöllunum á tískuvikunum. Að baki liggur ótrúleg vinna frá mörgum aðilum, allt frá hönnuninni til undirbúnings sýningarinnar. Markmiðið er að fanga athygli áhorfandans þessar örfáu mínútur sem sýningin sjálf fer fram og smáatriðin skipta máli.
Eins og alltaf er alveg jafn spennandi að skoða fólkið á götunni, gestina sem eiga það sameiginlegt að lifa og hrærast í tískuheiminum. Á tímum samskiptamiðla hefur götustíllinn stolið töluverðri athygli og leggja tískuhúsin ekki síður áherslu á að áhrifavaldar klæðist hönnun þeirra á götum borgarinnar á meðan tískuvikan fer fram. Útvöldum er boðið í sérstök sýningarherbergi þar sem þeir velja sér föt til að klæðast í von um að rétta fólkið festist á filmu hjá götutískuljósmyndurum stóru miðlanna.
Í Kaupmannahöfn voru gestir óhræddir við að klæðast áberandi litum, sem gladdi augað. Götutíska dönsku höfuðborgarinnar bauð upp á fjölbreyttar hugmyndir sem auðvelt er að leika eftir.
Ég fæ minn helsta innblástur frá fólkinu á götunni og var því með vélina á lofti til að deila því með lesendum Glamour. Ég mæli með að gera sér ferð á tískuvikur, setjast á vel valið horn á góðri göngugötu og fylgjast þannig með tískufyrirmyndum í beinni. Það gefur ekki síður innblástur en heimsóknir á sýningarnar sjálfar.
Takk fyrir mig Kaupmannahöfn og Glamour Ísland.
xx,-EG-.
Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&
Trendnet á Facebook – HÉR
Skrifa Innlegg