fbpx

SVALA: LÚKK KVÖLDSINS

DRESSFÓLKÍSLENSK HÖNNUN

English Version Below

Söngvakeppni sjónvarpsins fór fram um helgina og þjóðin toppaði sig í Eurovision klikkun. Tæplega 250.000 síma atkvæði bárust !! Mér finnst það frábært.

Svala Björgvinsdóttir fór með verðskuldaðan sigur af hólmi með lagið sitt, Paper. Ég er búin að fylgjast með Svölu á samskiptamiðlum síðustu daga og það er dásamlegt hvað hún er hlý og heil í sínu, vinnusöm út í gegn og auðvitað fagmenneskja fram í fingurgóma. Það mun koma henni langt.

Keppnin í ár var sterk en Svala var alltaf nokkrum skrefum á undan hinum. Þar spilar reynslan stóran þátt.
Lagið er frábært og flutningurinn óaðfinnanlegur. Vinnum við ekki bara í ár ;)

Svala bar einnig af í fatavali að mínu mati en hún er þekkt fyrir sinn persónulega stíl sem fangar augun og vekur athygli. Ég hef lengi fylgst með fatastíl söngkonunnar og birti meðal annars “Stílinn á Instagram” fyrir ári síðan þar sem hún svaraði léttum spurningum hér fyrir áhugasama.

Í atriði sínu um helgina klæddist hún hvítri dragt og klipptum topp með hárið sleikt í tagl. Skórnir kölluðu á umræðu og margir héldu að þetta væru gömlu “góðu” Buffalo mættir í allri sinni dýrð – það var ekki svo gott.

Svala segist elska jakkaföt og smókinga á konum og þar er ég henni sammála.

 “Ég hef alltaf dýrkað Grace Jones og Annie Lennox og var soldið að channela þær báðar svo er ég pínu tom boy í mér og elska að performa í buxum.”

“Ég klæddist Tuxedo frá Calvin Klein sem ég keypti í LA og toppurinn kom einnig frá sama merki. Skórnir koma frá YRU sem er þekkt skómerki í LA – ég á þannig skó í mörgum litum … ekki bara kúl heldur mega þægilegir.”

einarsvala
Hjónin og höfundar lagsins – Einar ♥ Svala

paper

 

Einblínum nú á alla þá smekklegu flytjendur sem stóðu stóra sviðið á laugardaginn og hættum að velta okkur upp úr kynni kvöldsins. RÚV mun pottþétt læra af reynslunni :)

Áfram Svala! Og áfram Ísland! Ég er bara orðin spennt. HÉR getið þið séð atriðið í heild sinni.

//

The Eurovision Song Contest has some tradition in Iceland and you can say that the whole country is following the competition.

We had a final night last here in Iceland last weekend the and the winner, Svala, will perform for Iceland. Her song, Paper, was without doubt the best one and she nailed it with her performance.

Svala is a style icon in Iceland, goes her own ways and not afraid to try something different. I was interested to hear more about the outfit she performed in so I contacted her.

She said that she has always had some tom boy in herself and loves to perform in pants. She loves women in smoking or suits and got inspired by Grace Jones and Annie Lennox.

Her tuxedo is from Cavin Klein as well as her top. The shoes are from the LA based YRU.

Go Svala and Go Iceland!
HERE you can see the performance from Saturday evening.

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

SUNDBOLIR Í ÚRVALI

Skrifa Innlegg