fbpx

STÍLLINN Á INSTAGRAM: SVALA BJÖRGVINS

FÓLKINSPIRATIONINSTAGRAM

English below

Fyrsti “Stíllinn á Instagram” ársins er ekki af verri endanum. Söngkonan Svala Björgvinsdóttir situr fyrir svörum og gefur okkur innsýn í líf sitt ásamt því að deila góðum ráðum.
Svala er flestum kunnug enda verið þekkt andlit í þjóðfélaginu frá barnsaldri. Hún hefur lengi þótt bera af í klæðaburði þar sem hún fer sínar eigin leiðir og vekur þannig athygli fyrir sinn persónulega stíl sem hún hefur mótað í gegnum árin.

//

“The Instagram Style” is a regular category on my blog. My first guest this year is the Icelandic singer and fashionista – Svala Kali. She lives in LA where she works on different projects and plays with her band Steed Lord. You can easily say that Svala is one of Icelands best dressed woman. She has her personal style and is not afraid of trying something new, as you can see on her Instagram account. 
Below you can read her interesting answers to few of my questions. 

IMG_1081IMG_0987 IMG_1095

Hver er Svala Björgvins? // Who is Svala Björgvins?
Svala Björgvins er söngkona og lagahöfundur, eiginkona, dýravinur, fatahönnuður og afar skapandi persóna.

Singer and songwriter, wife, animal friend, fashion designer and very creative person.

Hversu mikilvægur er klæðaburður í þínu fagi? // How important is your style in your daily job?
Klæðaburður skiptir miklu máli í mínu fagi.  Ég nota föt sem aðra form af tjáningu og nota fatnað og búninga sem listform þegar ég kem fram á sviði, í tónlistarmyndböndum, myndatökum og fleira.

Clothing is very important in my profession. I use clothes as another form of expression and I use clothing and costumes as an art form when I perform, in music videos, shooting and more.

Áttu þér einhverja tískufyrirmynd? // Do you have some fashion icon?
Já ég held mikið uppá stílistann og fatahönnuðinn Catherine Baba og svo er mamma mín alltaf í miklu uppáhaldi.

Yes, I am a big fan of the stylist and fashion designer Catherine Baba and my mom is also always a favorite.

Must have flík í þínum skáp? // Must have in your closet?
Akkúrat núna eru það svartar útvíðar buxur.  Ég á nokkrar þannig í mismunandi efnum.  Hef verið að klæða mig í útvíðar buxur í 6 ár en hef verið hálfpartinn obsessed af útvíðum buxum síðastliðin tvö ár.  Ég er alltaf í rosalega háum hælum alla daga þannig að útvíðar buxur gera mann lengri og hávaxnari sem er gott mál fyrir mig því ég er bara 164 centimetrar.

Right now it is flared black pants. I have of those in different materials. I have been dressed in flared pants for 6 years but have almost been obsessed with them last two years. I’m always wearing really high most of the days, so the flared pants makes you longer and taller which is a good thing for me because I’m only 164 centimeters.

Hefur þú einhver tískutips fyrir ungar stúlkur? // Do you have some fashion advice for young girls?
Klæðið ykkur í föt sem þið fílið. Ekki fara eftir öllum tískubylgjum.  Mér finnst ekkert flottara en þegar maður sér ungar stelpur sem sinn eigin spes fatastíl.  Og svo er líka mikilvægt að hafa smá húmor fyrir sjálfum sér og hvernig maður klæðir sig.  Hafa gaman að því að klæða sig upp og leika sér smá.

Wear clothes that you like and feel good about yourself wearing. Do not follow the fashion trends. I think nothing is cooler than young girls that have their own special style. It is also important to have a little humor for yourself and how you get dressed. Have fun to dress up and play a little.

Hvað er á döfinni? // What’s up?
Ég er í stúdíóinu alla daga hérna í LA þar sem ég hef verið búsett í rúmlega 7 ár og er að semja og taka upp nýja tónlist fyrir glænýtt project sem kemur út seinna á árinu.  Rosalega spennandi tímar framundan og er að vinna með allskyns hæfileikaríku fólki alls staðar að úr heiminum og þar á meðal eiginmanninum mínum honum Einari sem var með mér í hljómsveitinni minni Steed Lord.

I’m in the studio every day here in LA where I have lived for over 7 years. I am writing and recording new music for a brand new project which will be released later this year. Really exciting times ahead and I am working with all kinds of talented people from all around the world, including my husband Einar which were member of my band Steed Lord.

Þetta er Svala á Instagram … Voila!

 

Svala er sönnun þess að við þurfum ekki alltaf að fylgja tískustraumum til að vera með´etta. Heillandi karakter sem veitir innblástur í fötum og fari.

Thanx @svalakali

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR

&
Trendnet á Facebook – HÉR

RIP BOWIE

Skrifa Innlegg