Það er endalaust mikið af dagskrá í boði á klakanum þessa dagana. Hönnunarmars bíður uppá eitthvað fyrir alla og það er erfitt að skipuleggja dagatalið.
Sýningin, Línur, er samstarfsverkefni hönnuðarins Hildar Yeoman, ljósmyndarans Barkar Sigþórssonar og stílistans Ellenar Lofts. Sýning sem tekur fyrir einangrun Íslands frá alþjóðlega tískuheiminum – hvernig vöruúrval hátískunnar er hérlendis miðað við það sem gengur og gerist erlendis.
Íslenskar fyrirsætur sátu fyrir á adamsklæðunum en það var síðan Hildur Yeoman sem sá um að teikna á þær hátískufatnað sem Ellen Lofts fann til í gegnum Internetið. Áhugavert samstarfsverkefni sem ég hlakka til að kíkja á nánar.
Fyrirsæturnar Andrea okkar Röfn og Kolfinna K eru á myndunum fyrir ofan en Fríða María sá um makeup.
Meira: HÉR
xx,-EG-.
Skrifa Innlegg