Vegna veikinda í franska kotinu í síðustu viku þá náði ég að afreka minna en ég ætlaði mér í vinnu. Ég bæti upp fyrir það þessa dagana með höfuðið fast við tölvuskjáinn. Þegar ferðatölvan nægir manni þá er kostur að hún sé hreyfanleg og að vinnuaðstaðan sé því breytileg hverju sinni. Í gær var ég “útivinnandi” en hélt mig við heimilislegt umhverfi á notalegu kaffihúsi í grend við íbúðina okkar.
Jakki: Ný útsölukaup frá Zöru
Kápa: H&M
Blússa: H&M
Buxur: Levi´s vintage
Skór: Zara
Mér finnst mikilvægt að hafa kósý í kringum mig, þannig líður mér best. Og mér leið nokkuð vel í gær. Eins og þið reyndar sjáið, ég er skælbrosandi á öllum myndunum :D
xx,-EG-.
Skrifa Innlegg