fbpx

WHEN IN BERLIN ..

ÉG MÆLI MEÐMATURTRAVEL

Það er allskonar hægt í Berlín, EN ..

Ef þið farið til Berlín er guðdómlegur mexíkóskur (mexíkóskur?? Mexican, þið vitið) staður, sem er bara svona fast food týpa. Hann er mjöööög ódýr og mjöööööög góður. Ég svoleiðis emjaði að borða þetta, mjúkt, með einhverja svaka hnetusósu og allskonar gúrmei. Fjandinn hvað svona burritos eru góðar. Ég er að skrifa þetta svangur svo þið getið rétt ímyndað ykkur.

Æ já, hann heitir Burritos Delores, svo, Berlin, Burritos Delores, skellið ykkur! Ég sá þá á tveimur stöðum svo þið ættið að finna þá einhversstaðar.

Processed with VSCOcam with a9 preset

  Þarna var líka mjög heitt, rosa heitt já, svo það var líka mjög næs.

Processed with VSCOcam with a8 preset

OG þetta lemonade kostaði einhverja tvær og hálfa evru eða eitthvað, stórt og gúrmei glas af límonaði. Svona mexican (ég ætla ekki að skrifa mexíkóskt aftur, fýla það ekki) límonaði með myntu.

Processed with VSCOcam with a8 preset

Ég gæti alveg skellt mér á einn miða til Berlínar bara til að borða þarna ..

Þessi færsla er sponsuð af Burritos Delores .. deejók

HELGASPJALLIÐ: ARNHILDUR ANNA

Skrifa Innlegg

2 Skilaboð

  1. Hafdís

    24. May 2016

    Dolores er best!! Fórum nokkrum sinnum þangað þegar við bjuggum í Þýskalandi og ég segi einmitt öllum sem fara til Berlinar að kikja þangað! Best

  2. Elísabet Gunnars

    25. May 2016

    Hahha – flott setning í lokin.