Ég elska jakka, ég held ég pæli í rauninni í fátt öðru en jakka þegar kemur að klæðnaði. Ef þið þekkið einhverja skósjúka, sko – sjúka -, þannig er ég með jakka.
En ég veit að það er búið að skrifa um þetta, en mér fannst vert að skrifa um þetta. Því þetta er líka sjúklega kúl. Ég elska Soulland og á fullt af flíkum frá þeim. Ég varð lúmskt starstruck þegar ég sá samstarf Soulland og 66°Norður. Ég er ekki enn búinn að fara og skoða jakkana, sem mér finnst eitthvað tilgangslaust því ég var að koma úr löngu ferðalagi og er pínu að finna fyrir því þennan mánuðinn.
En y’all, þessi jakki er geggjaður.
Detailarnir, bakhliðin, jakkinn in it’s galore, sturlaður.
Geggjaður í þessum lit líka.
Ég er ekki viss hvort þeir séu til heima, en mér þykir það mjög líklegt!
Skrifa Innlegg