fbpx

TÆLAND – PARTUR 2 – KOH PHANGAN & KOH TAO

PERSONALTRAVEL

Eftir áááátta daga í Chiang Mai var ferðinni heitið á Koh Phangan, þar sem við ætluðum að prófa að upplifa hið ofurfræga Full Moon partý. Það er eitthvað sem ég hef verið með á bucket listanum frá því að Dagný systir fór fyrir löngu, fannst það mjög kúl og spennandi partý. Ég er ekki mikill partýpinni, en ég ákvað þó að þetta er eitthvað sem ég verð að prófa. Við lentum í MIKLUM ævintýrum á Koh Phangan, sem setti frekar fyndið strik í ferðareikninginn. Förum yfir þetta allt saman ..

k01

Ferðalagið byrjaði þannig að við flugum frá Chiang Mai til Surat Thani, þaðan tókum við svona ferlega flotta rútu (þar sem sætin voru lúxux, hægt var að halla niðrá kjöltu einstaklingsins sem sat fyrir aftan, mjög gott) á höfnina þar sem við tókum bát til Koh Phangan, súper partý eyja.

k02-1

Þessi bátsferð var frekar skemmtileg og ansi hippuð, fólk einhvernveginn sat útum allt á skítugu dekki, með sígarettur og með stóra bakpokann sinn og var eitthvað að flétta hárið á hvert öðru og svaka kósí. Ótrúlega carefree eitthvað.

Processed with VSCO with a7 preset

Áður en partý-gleðin byrjaði þá vvvvarð ég að fara hingað! The Challange, sem er svipað og Wipe Out, sem mig hefur líka alltaf langað til að prófa (ókei ÞAÐ er á bucket-listanum mínum!!) og þetta var svosem nálægt því. Ég elska svona. Smá adrenalín, krakkinn í manni brýst út (sárt að maður sé ekki krakki lengur, shit), hopp, allt þetta. Ég elska þetta. Hægt var að fara í gegnum brautina, eins og í Wipe Out og ég fór hana á 04:02, ekki besti tími í heimi, en hey. Djöfull var þetta gaman.

Processed with VSCO with a7 preset

Hafiði ekki séð svona video á Facebook? Ég var mjög spenntur þegar ég sá þetta, en vissi að ég þurfti að gera þetta allra síðast því fólk á undan mér var að skjótast uppí loftið og lenda kylliflatt á bakið og magann. Mér fannst týpískt að ég mundi lenda einhvernveginn svoleiðis. Þetta var gaman, en samt svona scary, pínu óþæginlegt líka. Mér tókst þó einhvernveginn að splæsa í smá framheljarstökk og lenda nokkuð solid.

Processed with VSCO with a7 preset

Processed with VSCO with a7 preset

Svo gaman!

Processed with VSCO with a8 preset

JÆJA!!!!! ÖRLAGARÍKA KVÖLDIÐ. Þið sem ekki fylgdust með okkur á Snapchat.

Ég og Palli fórum út eitt kvöldið, svona pre-Full Moon partý, varla pre, bara nett partý og voða gaman. Við dönsuðum uppá borðum, skemmtum okkur rosa vel. Svo hverfur alltíeinu Palli, eins og hann hafi fuðrað upp. Ég leitaði undir skeljum og bjórflöskum. Ég var svo handviss um að hann væri bara farinn uppá hótel, þið vitið, ég týndi honum og hann mér. Enginn Palli uppá hóteli. Ég vakti heillengi eftir honum, sofnaði fyrst rúmlega 05:00 og svaf svo lítið um nóttina, enda að fríka út yfir því hvað hafi orðið um Palla. Ég reyndi að róa mig niður og grunaði að hann hafi pottþétt bara farið uppá hótel með einhverri skvísu eða eitthvað. Klukkan 10:15 daginn aftur er bankað á Bungalowinn okkar, og viti menn. Þetta var Palli, blóðugur, aðeins klæddur stuttbuxum og eigin blóði.

Palli semsagt rankar við sér útí skógi, einhverssaðar á miðju Baan Thai ströndinni, sem er heeeeeeejúts. Elsku drengurinn hefur dottið í blackout og man ekkert. Vegabréf, horfið. Sími, horfinn. Peningar, veski, kreditkort .. horfið. Allt horfið. Hann kom sér einhvernveginn uppá hótel, með hjálp lögreglu og sjúkrahúsins sem hann fór á þarna um morguninn.

Ég böggaði mig reyndar ekki mikið á því, einfaldlega því mér var svo léttir að hann var heill á húfi. Við tókum þessu eins og þetta kom á móti okkur, og díluðum við þetta. Palli semsagt lenti í massívu ævintýri, vitum ekki hvort hann hafi hreinlega verið rændur, eða hvað gerðist. Þetta var 100% Hangover dæmi.

Processed with VSCO with a8 preset

Við mættum að sjálfssögðu galvaskir í Full Moon partý-ið daginn eftir og var mega gaman! Við hittum einnig dásamlega Íslendinga sem gerði þessa ferð okkar enn betri.

Processed with VSCO with a7 preset

Mættir á paradísar-eyjuna Koh Tao. Ég elska þessa eyju, hún er eins og tælenskur Seyðisfjörður. Lítið, heimilislengt, stórkostlega fallegt.

Processed with VSCO with a7 preset

Ég fór að sjálfssögðu í Crossfit á Koh Tao, en þar er sjúklega fínt, lítið og flott box. Ég reyndar hef – aldrei – í lífinu svitnað eins mikið. Það var svo mikill raki og steikjandi hiti að ég vissi ekki neitt.

k12

Ég varð alveg ástfanginn af þessu litla krútti. Hún var ekki ólétt, bara feit og sæt og glöð.

k11

k121

DCIM100GOPRO Processed with VSCO with a8 preset

Ég var alveg einstaklega ánægður með hótelið okkar á Koh Tao, en við vorum með eyjuna Nang Yuan í bakgarðinum, tvær sjúklega fínar sundlaugar OG sólsetrið á hverju kvöldi. Algjört paradísardæmi.

NÆSTA BLOGG PÅ VEJ!

 

TÆLAND - PARTUR 1

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1

  1. Eva Rún

    7. October 2016

    Ó svo gaman að lesa ferðasöguna ykkar