fbpx

VETRARGÍRINN MINN 2015?

66°NorðurMEN'S STYLESKÓRSTYLE

Ég er búinn að vera mikill sumar-Scrooge eða sumar-Grinch, þið ráðið. Þegar maður vinnur á skrifstofu allan daginn alla daga á meðan sólin skín og fólk er að gera sumar-eitthvað, þá er smá möguleiki að maður verði smá bitur. Það gerðist smá fyrir mig. Ég er allavega feginn að haustið sé að koma og veðrið er að kólna, plús að ég er vonandi að koma til Íslands allavega þrisvar á næstu 4 mánuðum .. SVO! Ég er að pæla hvað ég á að versla mér fyrir veturinn, ég er ekki kominn langt eeeeen:

vetur

Dr.Martens vetrarskór?

vetur2

Eða svarta Timberland?

ooooog ..

vetur3
31

Þessi jakki er nýji vetrarjakkinn minn! Glænýr frá 66°Norður sem heitir Hofsjökull PrimaDown jakkinn, ég er að bíða og bíða eftir því að hann komi í búðina, en ég myndaði event fyrir 66° og vann mér hann inn, einum of góð vinna. Þetta er passlegur jakki fyrir danskt haust og vetur. Ég er brjáálaðslega spenntur ..

En ég ætla í vetrarskómission næstu helgi, Dr. Martens eða Timberland?

LÍFIÐ UPPÁ SÍÐKASTIÐ ..

Skrifa Innlegg

Hætta við svar

8 Skilaboð

  1. Helgi Omars

    8. September 2015

    Er það?? Ókei! Ég er svo bilaðslega mikið í báðum áttum að það er gott að fá smá komment um’essi mál!

    x

  2. Halla

    8. September 2015

    Helgi ég held að þú yrðir ánægðari með Timberland. Mjög fallegir.

  3. Helga Jóhanns

    8. September 2015

    Dr. Martens!! Þeir eru bestir í heimi á veturna og líka á sumrin í útilegur í svoleiðis! Finnst þeir flottari en Timber!

  4. Hrafnhildur

    9. September 2015

    Timbó á tærnar klárlega

  5. Irena

    10. September 2015

    Dr. Martens – mega fínir!

  6. Rut R.

    10. September 2015

    taktu þá sem eru þægilegri :)
    Mín reynsla er sú að Dr. Martens eru ekki þeir þægilegustu…..