fbpx

VERSLUNARMANNAHELGI ’17

66°NorðurGLEÐIÍSLANDOUTFIT

Vinir, ég var heima, og fékk svona “arg” kast, fussaði og sveiaði í hausnum á mér. Afhverju? Jú, hér erum við rúmlega í ágúst, og ég var hvorki brúnn, útúr djammaður eða búinn að gera neinn skapaðan hlut sem hægt var að setja spurningamerki bakvið. Þið vitið, eitthvað sem kryddar uppá tilveruna, gott eða slæmt. Svo ég fékk svona, fokkit. Settist fyrir framan tölvuna, hringdi í Ingileif vinkonu, hringdi í Palla líka, þrykkti í einn flugmiða með dags fyrirvara og áður en ég vissi af var ég mættur á Keflavíkurflugvöll að kaupa Tuborg classic handa Palla. Sorry, lífið varð bara svo brjálaðslega gott á akkúrat þessu augnabliki. Við Palli undirbjuggum okkur í þetta ævintýri á mettíma niðrí Skeifu, keyptum okkur hlýjan klæðnað, dýnu, tjald, svart Doritos, barbells, nocco, æ þið vitið, og héldum vestur, já VESTUR. Ég hef aldrei verið vestur. Þetta var allt mjög spennó!

Þarna blasti við okkur þetta voða fína fjall.

Og hey í plasti!

Allavega, þetta var myndin sem ég ætlaði að skrifa undir. Routið góða á Ísafjörð, eða réttara sagt, Flateyri. Jú, Flateyri. Þar beið okkur hópur af stórkostlegasta fólki landsins með opna arma og fullt af gleði. Það er reyndar frekar fyndið að þetta sikk sakk í lokinn tekur álíka jafn langan tíma og að keyra alla leiðina að sikk-sakkinu. Hentaði vel fyrir svona þolinmóðan mann eins og mig :) Kaldhæðni? Aldeilis.

Filterslaus fjörður, ekki bara einhver fjörður ..

.. heldur Seyðisfjörður! Jú gott fólk, Seyðisfjörður vestra. Seyðfirðingur á Seyðisfirði, þetta var allt frekar steikt fyrir mig og Palla líka.

Sólsetur kl 22:15 .. frekar magnað

Eftir að hafa dottið beint í gleði með KK þetta sama kvöld á Vagninum á Flateyri, var engum tíma eytt í eitthvað roð. En spikfeit sandkastalakeppni fór fram á Flateyri kl 13:00 þennan ágæta laugardag og við tókum að sjálfssögðu þátt. Ég, Palli, María, Ingileif, Þorgeir Atli, Habbý, Vigga og Einar!

Og til varð þessi dreki! Fjórða sætið var okkar. (Það var samt einhver samsæriskenning í gangi, svo .. já)

Það var stutt í næstu gleði – en eftir keppnina hittumst allir í sundlauginni á Flateyri. Einum of næs.

Ingileif mín, konan hennar María, barnið þeirra Þorgeir, mæður þeirra. Þetta fólk er heimsins mesta snilld. Það var án djóks hvorki leiðinleg né dauð stund í eina sekúndu alla þessa helgi. Ég mun, kæra fólk, lifa á þessari löngu helgi í marga mánuði. Ég er ekki að grínast.

Ég verð samt að segja. Ég vissi varla hvað Flateyri, hvað þá HVAR Flateyri er. En þessi staður er enginn smá hotspot, þarna var allt MORANDI í fólki sem mig grunaði aldrei að ég mundi hitta á Flateyri. Ég er ekki mikið fyrir að name-droppa, en ef ég væri týpan, þá yrðuði mjög impressed held ég. Bærinn er svo fallegur, tala nú ekki um umhverfið. Án djóks, Flateyri (og Seyðisfjörður eystri að sjálfssögðu) er the PLACE – TO – BE!

Þessi helgi var heimilisleg og fjölskyldutilfinning frá A-Ö, betra gat það ekki verið. Fiskisúpa þar sem fiskurinn var torgaður uppúr sjónum beint fyrir aftan staðinn.

Og súper hygge í sófanum hjá ömmu Maríu.

Versló sunnudagurinn var að sjálfssögðu rúsínan í pulsu endanum, punkturinn yfir i-ið, rjóminn á toppinn og .. já, kremið á kökuna, allt þetta. His highness Páll Óskar splæsti í GEEEGGJAÐASTA PALLABALL SEM ÉG HEF FARIÐ Á. Hvert einasta lag sem hann spilaði gjörsamlega gargaði ég með og dansaði eins og bavíani. Nei anskotinn hvað það var ógeðslega gaman. Ég er enn að jafna mig. Þar fann ég líka Úlf vin minn, er nokkuð vissum að hann sé á sömu blaðsíðu hvað þetta ball varðar. TAKK FYRIR MIG PÁLL ÓSKAR EF ÞÚ ERT AÐ LESA ÞETTA.

.. oooog eftir einn og hálfan tíma af svefni, héldum við heim til Reykjavíkur. Við vorum reyndar komin pínu seint af stað. Við vorum í Reykjavík kl 01:30, og vaknaður til að fara uppá flugvöll aftur kl 03:30 – getiði ímyndað ykkur ástandið þann morgun?

Ferðin heim var þó mögnuð og einstaklega falleg.

og já, þetta er einhver steinn gerður af náttúrunnar hendi.

Ísland, best í heimi. Ég er að segja ykkur það, fjandinn hafi það.

HÉR getiði séð flíkurnar sem ég klæddist:

Grái regnjakkinn frá 66°Norður

Bylur ullarpeysan í nýjum lit – hvít frá 66°Norður

CPHFW: 66°NORÐUR STÆKKAR ENN MEIRA

Skrifa Innlegg