fbpx

CPHFW: 66°NORÐUR STÆKKAR ENN MEIRA

66°NorðurDANMÖRKÍSLANDSTYLE

Ég skrifa CPHFW – en ég er ekki mikill fasjon week maður, þetta árið, hingað til allavega er ég ekkert brjálaðslega ferskur, en ég fór alla leið um Verslunarmannahelgina, dansaði mikið, svaf lítið, lenti í gær, þið vitið. Svo í dag ákvað ég að taka Elite vaktina á meðan hinir agentarnir fóru á sýningarnar, og ég stefni ekkert sérstaklega á neinar sýningar, en við metum stöðuna næstu daga. Helgi ykkar er svo chillaður, mér finnst líka ótrúlega næs að eiga Elite skrifstofuna útaf fyrir mig. Meira og minna eru það stjórnendur sýningana “Hvar eru stelpurnar??” “Þær eru seinar!” “Call-time var fyrir klukkutíma!” – en eins og ég segi, það er lúmskt kósý. Það sem vakti þó áhuga minn í dag í þessari ágætu fasjon viku, er að beint á móti vinnunni minni er lúxus verslunarmiðstöðin Illum, en hún ber öll stærstu merki og hönnuði heimsins. Í dag opnaði þar ný búð, sem var engin önnur en okkar eigin: 66°Norður – 

Ég er hef sagt það áður, og segi það aftur. Mér finnst svo fáranlega gaman að fylgjast með þessu fyrirtæki. Merkið er vel komið á göturnar hér í Kaupmannahöfn, og sér maður flíkurnar útum allt. Mér finnst það svo geggjað. En það var tekið vel á móti mér í dag þegar ég mætti uppí Illum, ég mætti áður en traffíkin byrjaði svo ég fékk að smella nokkrum myndum af í næði. Fyrir ykkur sem ekki þekkið Illum, þá er þetta sambærilegt með Harrods í London held ég. Allavega, stórt og fallegt hús með fókus á lúxus verslanir og lúxus merki. Alveg ótrúlega flott og mæli hiklaust með að kíkja næst þegar þið eruð í bænum.

Þarna má einmitt sjá myndir frá nýju töku fyrirtækisins, ég var lengi að spá og spegúlera í þessari mynd. Hvert var módelið, hver myndaði, hvar. Æ þið vitið. Það kemur vonandi fljótt í ljós!

Ég komst ekki hjá því að máta jakkann sem ég hef haft auga á nokkuð lengi, Esja Gore-Tex regnjakkinn. Ég sá svona fáranlega nettan mann í þessum jakka röltandi niður Købmagergade fyrir ekki svo löngu og þá varð ég skotinn í honum aftur. Ekkert smá flottur –

Hann kom þó ekki með mér heim í þetta skiptið – en vonandi seinna þegar buddan leyfir!

NEW IN: STUTTBUXUR FYRIR BALÍ

Skrifa Innlegg