Ennþá ekki að standa mig í blogginu EN HEY! Hér er ég!
Um helgina átti hin dásamlega Ampersand drottning Eva Dögg afmæli og fór ég til hennar til að fagna með henni afmælinu. Ég bjóst við að afmælið yrði flott, en þegar ég mætti kastaði ég öllum væntingunum útum gluggann horfði gapandi á fögnuðinn. Ég skemmti mér konunglega, borðaði á mig gat og naut mín í tætlur. Eva er vegan og maturinn í veislunni alveg í stíl við það. Ég íhugaði innilega hvort ég ætti sjálfur að gerast vegan, enda gat ég ekki hætt að borða.
Ég get kannski ekki mikið skrifað um það, en myndirnar segja allt;
Vegan sushi smakkaðist stórkostlega!
Ég man ekki hvort þetta var diskur númer 3 eða 33.
Kökurnar voru að sjálfssögðu vegan líka, og fáranlega góðar!
Sigurjón Sighvats mætti ýkt hress & þarna er afmælisdrollan!
Ég held að ég hafi borðað þetta með puttunum á einhverjum tímapunkti, ég var samt alveg edrú.
Löngunin að hringja í Evu daginn eftir og spurja hvort ég mætti koma í afganga var gríðarleg, en ég ákvað að halda aftur að mér.
Eva er alltaf að deila góðum uppskriftum á blogginu sínu, getið skoðað það HÉR.
Sorry gæðin, tók þetta á símann – vill einhver gefa mér litla sæta myndavél í jólagjöf? Eða nýjan Iphone?
Skrifa Innlegg