fbpx

VANMETIÐ OFUR DEKUR FYRIR ALLA –

Þessi færsla er í samstarfi með The Body Shop

Ég er meira og minna labbandi þessa dagana þar sem ég er að scouta módel í jólatraffíkinni en ég slumpaði sirka hversu mikið ég er að labba á Google Maps og það er á milli 10 – 15 km á dag. Einnig reyni ég sem reglu alltaf að hlaupa eftir æfingar. Það er alveg slatti og ég er jú frískur semi ungur kauði. Ég verð samt alveg smá þreyttur í fótunum, smá ókei, mjög. Ég held það sé alveg eðlilegt. Svo í síðustu viku var ég búinn að steingleyma að ég var með svo geggjað hack í skúffunni sem ég prrrrófaði og það er það sem ég er að sýna ykkur núna þar sem ég er orðinn aaaaaabsolút vittlaus í þetta og þetta er orðið lúmskt partur af rútínunni minni.

Það er nefnilega eitt, að fætur, er ansi vanmetið dekur. En djöfull er það geggjað –

Til að byrja með þá var þessi vara sem ég notaði fyrst og hef notað reglulega síðan. Ég tók þessar myndir í síðustu viku og þessi dós er tölvert meira notuð núna, þetta er svo næs.

Þessi er núna inní sturtunni er kominn með ágætis pláss þar. Þarna var ég að prófa hann í fyrsta skipti og hef notað hann helling síðan. Ég er maður sem ELSKAR sturtur, því meira gúmelaði í sturtu því betra.

Skrúbburinn verður svona smá svona froðukenndur við notkun og hann er ekki eins grófur og ég bjóst við. Hann er miklu mýkri en ég bjóst við sem er mikill plús fyrir kíttlinn mann eins og mig.

Ég veit ekki hvort ég sé geri þetta rétt. En ég gerði skrúbb – lotion og svo spreyið. Mjög gott combó.

Svoleiðis aldrei verið meira grand og geggjaður á fótunum og hana nú!

Meira fótanudd fólk. Ekki bara haus og axlir og bak.

Það er æði – 

Instagram: helgiomarsson

BLACK FRIDAY MEÐ DANIEL WELLINGTON

Skrifa Innlegg