fbpx

UPPÁ SÍÐKASTIÐ – DESEMBER, WOOD WOOD, ÍSLAND OG JÓLIN

HOMEPERSONALSEYÐISFJÖRÐUR

Jáá vinir! Ég get sagt ykkur það að þessi færsla er búin að vera í vinnslu í svona tvær vikur. Það er einhver brjálaðslega fyndin janúar orka yfir mér. Ég er ekki að djóka, ég finn sjúklega mikið fyrir einhverri nýrri orku í mér, hún er fyndin og góð og þið vitið. Er ég sá eini sem er að upplifa þetta? Ég hafði samband við stjörnuspekinginn minn og það er víst nóg að gerast í kortunum mínum SOOOOO, ég ætla bara að flow with it. En þarf að bæta mig aðeins þarna.

Jólin voru að sjálfssögðu stórkostleg, að vera með fjölskyldunni og vinum .. og hundunum, bara best í heimi. Eitt var reyndar aðeins öðruvísi í ár, en ég svaf aldrei lengur en til tíu, ég æfði eins og bavíani, en það er reyndar því Dagný systir er bezti æfinga félagi í heimi, svo við gátum ekki sleppt því.

Förum í gegnum þetta í myndum, það meikar mest sens í færslum sem og þessum!

01

Julefrokostinn í endaði í brjálaðri karaoke gleði á Motel Chateau. Fjandinn hvað var gaman.

02

Held þið fattið ekki hvað var gott að fá Elísubet til Köben, það var svo mikið spjallað og hlegið og gaman og gleði.

03

.. og við heimsóttum WOOD WOOD show-roomið

04

Þar var allskonar fallegt sem kemur í búðir næsta sumar!

05

Elísabet var sæt í öllum fötunum sem hún snerti.

06

Við hjá Elite fluttum í glænýtt og miklu stærra hússnæði og það er staðsett beint á Strikinu góða, það er gggeggjað!

Processed with VSCO with a8 preset

Hér er tradition-ið okkar Siennu, jóla-Tívolí og æbleskiver. Svo einum of kósý.

Jólagleði hjá Siennu –

Mættur heim á Seyðisfjörð til barnanna minna, ég held þið fattið ekki hvað ég eyddi miklum tíma að bara knúsa og kyssa þessa hunda.

Mættur í Crossfit Austur þar sem magnaðir hlutir gerast.

10

Þetta var samt ekki magnað, jú samt alveg fyndið. Þessi litla sæta lyfta varð ekki að súkksess.

11

Seyðisfjarðar-paradísin var að gefa, alla daga.

12

Þorláksmessudeit með mama – einum of kósý.

14

Þetta var svo ruglað, þetta var tekið á Iphone kæru vinir, en þarna voru túristar uppá fjalli, þar sem þessi mynd var tekin, að öskra og gráta og “OOOHMY GOOOOOD” – þessi norðurljós voru reyndar aaalgjört rugl. Við mamma voru eiginlega hálf orðlaus. Landið okkar, án djóks vinir.

Uppáhalds litli strákskrúttið mitt. Skemmtilegasta krútt í heiminum.

Aðfangadagurinn byrjaði svona, að klæða sig upp í jólasveinabúning og gleðja börn bæjarins með gjöfum. Þetta var í fyrsta skipti sem ég geri þetta, og ég verð að segja, það var eiginlega dásamlegt. Fáranlega krúttlega gaman.

Friðarkerti og rós handa englinum okkar á aðfangadag.

Fagri bróðirinn – beztur í heimi.

Ég á reyndar ekki jakkaföt, en hvít skyrta og velvet jakki er fínt nok!

Stjörnurnar í fjölskyldunni Margrét og Sigrún voru skemmtilegastar í heiminum. Við fullorðna fólkið vorum ekki lengi opna pakkana, svo færðum við okkur til þeirra og þar var meeeeega gaman.

Jóladagur – enough said.

.. svo var það bara back to buisness fyrir mig og DEÓ!

Very næs.

.. ÁRSINS 2016

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1

  1. Elísabet Gunnars

    14. January 2017

    Ég er byrjuð að plana næsta deit …….. miikið var gaman að hitta þig síðast ❤