fbpx

TRYLLT UPPLIFUN – ÞYRLUFLUG

66°NorðurÍSLANDPERSONALUPPLEVELSE

Á jólunum í hittífyrra þá gaf ég kæró þyrluflug á Íslandi með Norðurflugi og við gerðum heiðarlega tilraun að fara í þessa ferð í mars í fyrra. Það gekk því miður ekki upp því veðrið var gjörsamlega vittlaust. En við Kasper ákváðum að taka okkur smá frí eftir hátíðarnar og við ákváðum að upplifa ýmislegt skemmtilegt á þessari dásamlegu vetrareyju okkar. Við byrjuðum fyrsta daginn að fá okkur morgunmat á VOX (mikil vonbrigði ef ég má bæta því við, step it up) – og svo klukkan 10:30 mundum við semsagt fá að vita hvort við kæmumst í þyrluflugið.

Við fengum grænt ljós og við einhvernveginn vorum sannfærðir um að örlögin voru algjörlega að draga okkur í bandi því veðrið var STOOÓÓÓRKOSTLEGT!! Á móti okkur tóku yndislegt starfsfólk sem gerði upplifunina enn betri en hún var, en þetta var gjörsamlega svona once in a lifetime.

Ég kannski leyfi myndunum að tala:

Pósa ég svona vinir? Nei, ég hélt á tímabili að vindurinn ætlaði að blása mig og þyrluna fyrir aftan mig af þessu fjalli.

Maðurinn stóð sig vel að klæða sig í vinstri hanskann.
Æ já ps: mamma, ef þú ert að lesa þá stal Kasper hönskunum þínum óvart. Ég skal kaupa nýja ef 66° er enn að selja þá.

Ég spurði flugmanninn hvort hann nennti að taka mynd, hann sagði já og tók – eina – mynd. Hér með hvet starfsmenn Norðurflugs að skila honum frá mér að í nútíma samfélagi þarf maður að taka allavega 20 stykki svo ein sé góð. Honum er þó fyrirgefið því hann var mega næs.

Ég er að segja ykkur það, þetta var geggjað. Ég fékk svo oft í magann og æ, já. Maðurinn minn var líka gjörsamlega í skýjunum yfir þessu. Hann meira segja sagði mér að hann þyrfti ekkert frekar að upplifa neitt meira, þetta var toppurinn. Svona upplifelse er einstök gjöf fann ég, mæli hiklaust með!

Takk fyrir upplifunina Norðurflug x

TRENDNET TEITI OG GLEÐI

Skrifa Innlegg

3 Skilaboð

 1. Dagný

  9. January 2018

  Æðislegar myndir, mikið var gott að þið komust í flugið !! knús&kram, deó sys

 2. Elsa Harðardóttir

  10. January 2018

  Svooo gaman! Við fengum yndislegan flugmann þegar við fórum sem tók endalausar myndir! haha ;)

 3. Halla

  13. January 2018

  Skemmtilegt.