fbpx

TOP PICKS Í SMÁRALIND –

JÓLSAMSTARFSMÁRALINDSTYLE
Þessi færsla er í samstarfi við Smáralind –

Á skrýtnum tímum eins og þessum eru allskonar hlutir sem maður áður tók sem sjálfssögðum hlut. Þið vitið, fara í teiti, knúsa fast og lengi, fara á tónleika eða bara yfirhöfuð vera í kringum þokkalega mikið af fólki. Það sem er þó hægt að gera er að smella á sig krúttlegri grímu og fara í krúttlega verslunarferð. Ef ekki til að refsa kreditkortinu, þá átti ég um daginn tvo klukkutíma í Smáralind með hlaðvarp í eyranu og gleymdi mér í að skoða úrvalið og fannst það svo róandi og þæginlegt. Ég ákvað að deila með ykkur vel völdnum vörum sem ég hef annaðhvort reynslu af og mæli með. Jú eða eitthvað sem mér fannst fáranlega spennandi.

Líf og List – verð frá 5.760 kr

Það fyrsta sem ég sá þegar ég labbaði inn þá var það jólagleðin frá Royal Copenhagen og ég fékk smá kitl í magann. Það styttist í jólin allir saman!! 

The Body Shop – 3.290 kr

Þetta Shea Butter frá The Body Shop hefur reynst mér alveg ótrúlega vel. Ég elska að það er hreint og það er einnig fair-trade, sem er svo sannarlega plús. Ég nota það á líkamann enda algjör rakasprengja og eftir að ég rakaði hárið af höfðinu á mér notaði ég það sem hárgel. Jú eða hárkrem. Reyndist mér mjög vel, hárið lookaði og hársvörðurinn varð spikk span glansandi fínn – 

Logan jakkaföt – Blazer 19.990 kr, buxur 12.990 kr og skyrta 9.990 kr

Ég rölti yfirleitt alltaf inní Selected í Smáralind, ég hef alltaf fengið svo ótrúlega góða þjónustu og ég á tvö jakkaföt þaðan. Þau eru reyndar týnd, en það er önnur saga. Jakkafötin mín er tegundin Logan og mér finnst þau geggjuð. Glútussinn minn lookar og sillúettan alveg tip top. Í þetta skipti fann ég sömu jakkaföt í litnum Coffee Bean. Fáranlega fallegt. Ég var nálægt því að þrykkja flíkunum á borðið og þrusa kortinu í gegnum vélina. Selected hefur verið að koma sterkt inn varðandi þróun á sjálfbærni. Stór plús þar!

H&M Home – 1.495 kr

Jóla og kertapervert lýsir mér ágætlega. Svo þetta kerti er bara eins og klímax fyrir mig. Ég mæli með að allavega stela einu sniffi ef þið eruð nálægt H&M Home. Þessu kerti bombaði ég í innkaupakörfuna og núna lyktar heimilið mitt eins og jólastormur hafi skollið á húsið. Unaður.

H&M Home – Hör gardínur 11.995 kr

Ég komst eiginlega ekki hjá því að mæla með nákvæmlega því sem ég fjárfesti í þegar ég flutti fyrir nokkrum vikum. Þessar hör gardínur eru svo fáranlega fallegar, og detailarnir uppi finnst mér líka mjög sætir. Þennan vasa á ég líka og svo almennt meiri jólagleði. Því jólin er’að KOOOOMA Í .. ókei fljótlega!

Hagkaup Dior Eu De Parfum – Sauvage – 15.399 kr

Ilmvatnið mitt unaðslega. Heitur sandalviður, sætar tonka baunir og krydduð mandarínur. Sexy í flösku! 

Söstrene Grene – Bambus ljós – 3890 kr

Á meðan ég er að safna mér fyrir draumaljósinu mínu þá þurfti ég eitthvað einfalt, hlýlegt og fallegt. Það fann ég í Söstrene Grene. Eftir að ég hengdi það upp þarf ég endilega ekkert að skipta. Frábær lýsingin, einfalt og fáranlega fallegt!

Hagkaup – verð frá 1.689 kr

BioEffect, enough said!

Gallerí 17 – 8.995 kr

Svo eru það nauðsynlegu og praktísku kaupin

Galleri 17 – 31.995 kr

Ég er með ágerandi pervertískar tilfinningar til Carhartt, eftir að ég keypti mér tvennar buxur frá þeim finnst mér góðar líkur að ég haldi mér bara á Carhartt vagninum. Galleri 17 í Smáralind er með fáranlega veglegt úrval – 

Galleri 17 – 19.995 kr

Ég elska danska merkið Libertine Libertine og ég hreinlega vissi ekki að þau væru með það í Galleri 17, og alveg ótrúlega fallegar flíkur í þokkabót í boði –

Weleda verð frá 1.549 kr – 

Ég á alveg ótrúlega góða reynslu af Weleda, innihaldið er hreint og þetta svínvirkar allt saman.

Levi’s buxur – 14.990 kr

Ég er búinn að vera í gallabuxna mission-i síðan ég kom til landsins fyrir tveimur mánuðum. Ég mátaði 502 Taper týpuna og þær eru komnar á jólaóskalistann. Ég mætti þegar stutt var í lokun svo ég þarf að koma tilbaka og máta hinar týpurnar sem afgreiðslustúlkan mælti með. 

Ég vona að þið hafið haft ánægju af þessum litla verslunarleiðangri mínum. Ég mæli svo sannarlega með að henda podcasti í eyrun og svo rölta um verslanir, skoða og spá. Ég hlakka næstum til að fara aftur.

Eigið yndislegan dag allir saman –

x

Helgi Ómarsson

@helgiomarsson

TOP PICKS Á LAGERSÖLU 66°NORÐUR - UPPÍ 70%

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1

  1. Elísabet Gunnars

    12. November 2020

    Elska svona <3