fbpx

TOM FORD

ACCESSORIES
Optical Studio Samstarf

Það er eitthvað extra skemmtilegt að fara í flugvél þar sem þú veist að þú ert með ný sólgleraugu pökkuð niður. Hvað þá að stíga inní hitann með þau á smettinu. Ég elska sólgleraugu, ég veit ekki hvað það er. Eins óþæginlegar og glataðar og þessar fjandans grímur voru á tímum covid (rest in hell) þá voru þær hreint ekki slæmar þegar manni leið eins og hræ á leiðinni á almannafæri. Sólgleraugun hafa tekið smá við hjá stráknum. Talandi um helvíti þá var það mín skoðun að fólk sem væri með sólgleraugu þegar væri ekki sól ætti einmitt sérstakan stað í rassgati djöfulsins, því mér fannst það svo hallærislegt. En eins og svo oft þegar við dæmum aðra, erum við einfaldlega að endurspegla okkar eigin óöryggi. Því jú, mig langaði líka að vera með sólgleraugu þegar var ekki bjart en þorði því ekki því var hræddur um að aðrir mundu dæma mig, alveg eins og ég dæmdi aðra. Þetta er orðin frekar sálfræðileg færsla.

Förum yfir í mál málanna, þegar ég ræddi við Optical Studio þá vildi ég eitthvað smá út fyrir kassann, hvað það var, vissi ég ekki alveg. Bleik sólgleraugu, oh eða grænu Bottega Venetta gleraugun, sem voru uppseld, voða leiðinlegt. En þegar ég gekk inná fínu flísar verslunarinnar á Hafnartorgi þar sem dásamlega Erla tók á móti mér þá var glæný Tom Ford sending lent og englar alheimsins lýstu upp gleraugun sem ég er með á smettinu á þessum myndum. Sendingin var stórkostleg, enda Tom Ford sem veit hvað hann er að gera.

Mér finnst einkennandi við gleraugun frá Tom Ford er að hvert einasta par lét mann vera sætan og einhvernvegin lætur mann líta út fyrir að vera með fleiri núll á bankabókinni en maður raun og veru á. Magnað alveg hreint.

En jæja, hér er ég að vera gella með gleraugun. Ef þið viljið gera vel við ykkur mæli ég með að sniffa upp Erlu á Hafnartorgi, jú eða Hlyn, sæti maðurinn með bláu gleraugun. Þau munu passa vel uppá ykkur.

 

 

= gella

KNÚS FRÁ TÆLANDI –

ÞURFTI SKRIFSTOFU, NÝJA SKRIFSTOFAN ER TÆLAND

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1

  1. AndreA

    13. October 2022

    what the hell
    eeeeeelska færslurnar þínar þig og þessar brillur
    Amen