fbpx

THAILAND VIA GOPRO

PERSONALTRAVEL

Ég lét vinnuna gefa mér GoPro myndavél í jólagjöf og þetta er svo fáranlega flott græja! Ég er himinnlifandi með hana. Ég byrjaði að taka endalaust af videoum í Bangkok, og fattaði ekki hvað þetta er fín myndavél. Svo ég byrjaði lúmskt seint að taka myndir í ferðinni, en þær sem ég tók er ég einstaklega ánægður með! Hlakka til að prufa mig áfram með henni, nú þarf ég bara að setja saman videoin!

Hausinn á mér, og hjartað mitt líka held ég, er ennþá í Tælandi. Þetta var öllu gríni sleppt svo stórkostleg upplifun, og ég hef ákveðið að bóka nýja ferð aftur í ár, þar sem ég ætla fara með besta vini mínum Palla. Ef ég er að átta mig rétt á hlutunum þá verður þetta árlegt, ef ekki gert á hálfsárs fresti. Ég fæ fiðrildi í magann að hugsa tilbaka.

Hér eru GoPro myndirnar:

DCIM100GOPRO Processed with VSCOcam with a8 preset

Við vorum einstaklega sáttur við hótelið okkar á Koh Samui, en þar var einkaströnd sem var ótrúlega mikil forréttindi, ekkert nema ró og kósý.

DCIM100GOPRO Processed with VSCOcam with a8 preset

Hægt var að leigja kajak á 700 krónur fyrir klukkutímann. Hann var reyndar fyrir tvo, og kæróinn er asnalega vatnshræddur svo hann synti í land eftir nokkrar mínútur, svo ég sigldi sjálfur sem var alveg aaaaasnalega kósý.

DCIM100GOPRO Processed with VSCOcam with acg preset

Þessar voru svo miklir snillingar, þessi til vinstri hló – allan – tímann og var endalaust að djóka með nuddinu, kitlaði, lamdi og fannst það sjúklega fyndið. Við hlógum reyndar allan tímann líka, þetta var mjög gaman!

DCIM100GOPRO Processed with VSCOcam with a8 preset

Á GoPro er hægt að setja á stillingu þar sem hún tekur myndir á 5 sekúnda fresti, svipirnir voru eins mismunandi og þeir voru margir og aldrei tilbúnir haha

DCIM100GOPRO Processed with VSCOcam with a9 preset DCIM100GOPRO Processed with VSCOcam with a9 preset

DCIM100GOPRO Processed with VSCOcam with a8 preset

Matreiðslunámsskeiðið góða! Mögulega það skemmtilegasta sem ég hef gert. Fékk einkatíma og á þessum tímapunkti var ég orðinn góður vinur flestra starfsmannana á hótelinu, svo þetta var ekkert nema gleði!

DCIM100GOPRO Processed with VSCOcam with a8 preset

Panang karrý, Tom Yum Goong súpa, Yam Nua salat og bananar í kókosmjólk, án gríns, DDDDAMN!

DCIM100GOPRO Processed with VSCOcam with a7 preset

Þetta er öllu gríni sleppt, besta salat í heimi.

DCIM100GOPRO Processed with VSCOcam with a9 preset

Þarna má sjá Ice og kokkinn Kid, þau voru mjög skemmtileg.

DCIM100GOPRO Processed with VSCOcam with a10 preset

DCIM100GOPRO Processed with VSCOcam with a8 preset

Kvöldmarkaðarnir í Fisherman’s Village var algört top, endalaus matur, endalausar gersemar og allskonar fínt. Anskotinn hafi það hvað ég borðaði mikið, og borgaði kannski þúsund kall fyrir allt saman.

DCIM100GOPRO Processed with VSCOcam with a7 preset

Þetta var svo fallegt og fínt. Þessi stelpa sat þarna dáleidd og fylgdist með hinni spila á einhversskonar strengjarhljóðfæri, en hún var þarna allavega í þær tuttugu mínútur sem ég sat þarna nálægt.

15

Kasper heldur þarna á þriðja satay kjúklingaskammtinum sínum. Hitti beint í mark.

DCIM100GOPRO Processed with VSCOcam with a7 preset

DCIM100GOPRO Processed with VSCOcam with a7 preset

DCIM100GOPRO Processed with VSCOcam with a7 preset

Seinni partarnir í sjónum voru bara SVO nice, ég get ekki sagt ykkur það, bara ákveðin hugleiðsla án þess að vera hugleiðsla.

DCIM100GOPRO Processed with VSCOcam with a8 preset

Allar þessar seinni parts myndir eru alveg góðir 5 mismunandi skipti/dagar held ég, það var svo gott að koma heim eftir að hafa verið einhversstaðar á scooter þegar sólin var að setjast og rölta ströndina og liggja í sjónum, með GoPro, því það var svo fínt umhverfið. Þarna má þó sjá vandræðalega mynd, en hey ..

DCIM100GOPRO Processed with VSCOcam with acg preset 21

Að keyra scooter er svo mikil snilld, afhverju eiga ekki fleiri scooter? Við keyrðum bara útum allt og hvert sem er, of nice!

DCIM100GOPRO Processed with VSCOcam with a9 preset DCIM100GOPRO Processed with VSCOcam with a8 preset

.. ooog síðasti dagurinn á Koh Samui.

DCIM100GOPRO Processed with VSCOcam with a7 preset

Mættir á Koh Tao og yfir á eyjuna Nang Yuan, sem var eiginlega stórkostleg. Næst mun ég hiklaust eyða heilum degi þarna.

DCIM100GOPRO Processed with VSCOcam with a7 preset DCIM100GOPRO Processed with VSCOcam with a7 preset

Sjúklega fallegt!

 DCIM100GOPRO Processed with VSCOcam with a7 preset 34

Ég fékk mér húðflúr gert með bambuss, eitthvað sem mig hefur alltaf langað til að prófa. Mjög ánægður með reynsluna.

DCIM100GOPRO Processed with VSCOcam with a9 preset DCIM100GOPRO Processed with VSCOcam with a7 preset DCIM100GOPRO Processed with VSCOcam with a8 preset DCIM100GOPRO Processed with VSCOcam with a7 preset DCIM100GOPRO Processed with VSCOcam with a8 preset DCIM100GOPRO Processed with VSCOcam with a8 preset

Sairee Beach, ég gæti byrjað að grenja þetta var svo gullfallegt kvöld. Fack ..

27

Þessi seldi sat þarna og bjó til hálsmen fyrir 400 kr. Hann var svo ótrúlega friðsæll og flottur að ég keypti sex hálsmen handa honum, sem hann var alveg ótrúlega ánægður með.

DCIM100GOPRO Processed with VSCOcam with acg preset

.. oooog frá Koh Tao, aftur til Koh Samui þar sem við áttum heilan dag og flugum svo um kvöldið til Bangkok og þaðan beint heim.

DCIM100GOPRO Processed with VSCOcam with a8 preset

Þennan dag, síðasta dag í Thailandi þá lá ég á ströndinni, og hitti þessa hvolpa. Þeir voru útihundar og áttu engan eiganda. Fyrir ykkur sem vitið þá er ég mikil hundamanneskja og alveg lúmskt viðkvæmur þegar kemur að þeim. Finnst þetta svo stórkosleg dýr að ég get eiginlega ekki sett það í orð. Þeir voru allir mjög feimnir og óöruggir, en þessi fyrir neðan, brúnljóssvarti fallegi, kom beinustu leið til mín og ég tók hann upp og hjartað á honum sláði svo hratt, og ég fékk alveg lúmskar áhyggjur. Ég náði einhvernveginn að koma honum í þæginlega stellingu þar sem hann svo náði að grúfa sig og róast niður, en hjartað á honum fór bara að slá hægt og rólega og hann steinsofnaði í fanginu mínu. Hjartað á mér sprakk að sjálfssögðu og ég varð eitthvað ótrúlega lítill í mér. Ég ákvað að koma mér í wifi samband og kannaði hvort ég gæti farið með hann eitthvert og tekið hann að mér og komið honum heim til Kaupmannahafnar. Kom í ljós að það væri hálf ómögulegt miðað við tímann sem ég hafði, en ég var að fara í flug um kvöldið.

Ég vissi þó að ég gat ekki bara gefið þeim tímabundna ást svo ég fór í smá ferðalag þar sem ég rölti í uppí búð sem var sirka tveimur og hálfum kílómetrum í burtu og keypti fullt af vatni og nóg af mat og skálar og setti upp matar”station” upp hjá þeim þar sem maturinn var auðveldlega aðgengilegur fyrir þá næstu vikurnar og vonandi mánuði og setti það upp í litla skýlinu þeirra.

  DCIM100GOPRO Processed with VSCOcam with a9 preset DCIM100GOPRO Processed with VSCOcam with a9 preset

Þeir borðuðu alveg ótrúlega mikið og drukku ótrúlega mikið af vatninu sem betur fer.

DCIM100GOPRO Processed with VSCOcam with a9 preset

Mamman náði líka að næra sig, en hún var alveg uppgefin.

DCIM100GOPRO Processed with VSCOcam with a9 preset

ÆÆÆÆÆÆÆ hvað ég sakna þeirra. Vonandi eru þau glöð og södd þarna úti! Ég er alvarlega að íhuga að opna hunda eitthvað þarna úti, svei mér þá.

Jæja, nú skuluði safna upp smá pening og skella ykkur út. Þetta er það besta sem ég hef gert, fyrir líkama og sál!

Instagram: @helgiomarsson
Snapchat: helgiomars

THAILAND - CANON 5D

Skrifa Innlegg