fbpx

THAILAND – CANON 5D

PERSONALPHOTOGRAPHYTRAVEL

Febrúar er mættur! Ég er kominn heim, enn lúmskt jetlagged og endurnærður! Ég á eftir að skrifa ferðasöguna, en ég kíkti á nokkrar myndir sem ég tók í ferðinni og ákvað að deila nokkrum með ykkur ..

Ég var ekki eins duglegur að mynda með stóru vélinni eins og ég ætlaði mér, en hér er þó eitthvað:

T01

Mættir til Bangkok á hótelið. Tímamunurinn var ótrúlega fyndinn akkúrat þarna. Sváfum hvorugir neitt sjúklega mikið í flugvélinni, og lentum um hádegi í Bangkok. Svo við vorum ofþreyttur og ofspenntir að vera komnir, góður dagur!

T02

Eins augljóst það er að þessi mynd er uppstillt og gnístandi pósuð, þá er hún það ekki. Ééééég lofa. Án djóks, alveg án djóks.

T03

Þessi var með einstaklega mikið og skemmtilegt úrval af hringum. Hann seldi okkur sitthvoran. Hann vinnur alla daga frá níu á morgnana til 10 á kvöldin, alla daga vikunnar. Hann rekur einnig tvær aðrar búðir beint á móti skartgripaborðinu sínu, en hann er eini starfsmaðurinn. Hann sagði okkur frá því að hann væri með tannpínu, en vissi ekki alveg hvenær hann gæti látið laga það vegna vinnunnar. Hann brosti samt endalaust og sagði “But it’s ok” –

T04

Útsýnið frá Tuk-Tuknum í Bangkok var ótrúlega skrautlegt og skemmtilegt.

 

T05

Chinatown í Bangkok

T06

Ég tók þessa mynd í gegnum mjöög þunna rifu, þó að myndin kannski sýnir það ekki. Þær tóku ekkert eftir mér og ég óvart fylgdist með þeim aðeins lengur en telst eðlilegt. Þær voru svo sallarólegar.

T07

T08

 

Þessi stelpa var alveg ooofurkrútt. Hún var að elda með ömmu sinni (býst við að þetta var amma hennar) og var brjálaðslega metnaðarfull og vildi gera allt sjálf og var eins og atvinnukokkur hjá þessum matarstandi. Hún var svo ótrúlega flott og ég gat ekki hætt að fylgjast með henni.

T09

T10

Þessi strákur var frekar magnaður. Hann hjólaði framhjá mér fyrst, alveg nokkuð langt í burtu frá þessum stað sem hann sat á þarna. Hann hjólaði semsagt framhjá mér og var að syngja, alveg hátt og skýrt. Þegar ég svo sá hann aftur þá var hann dansandi fyrir framan þessa k0nu, mamma, amma, hver veit, og dansaði alveg brjálaðslega vel. Ég varð að kanna hvort ég mætti smella af mynd þá settist hann niður hjá henni og var mjög sáttur og kurteis og brosmildur og sætur. Ég er enn þann dag í dag eitthvað forvitinn um þennan strák.

T12

Morguninn sem við fórum á flugvöllinn til að fara á Koh Samui.

 

T13

Bam! Mættir! Og þarna lengra útá sjónum má sjá Koh Phanang, sem ég fór ekki til, en það er fínt að eiga hana eftir, og sjórinn var mjög heitur.

T14

Við leigðum okkur bara svona scooter og skoðuðum eyjuna svoleiðis. Við stoppuðum hjá fossi á eyjunni og til að komast að fossinum þurftum við að ganga í rúmlega tvo kílómetra til að komast að honum. Þegar við vorum loksins farnir að heyra í vatninu frá fossinum fattaði ég að ég hafði gleymt símanum mínum OG lyklunum á hótel herberginu, og á lyklunum stóð hótelið og númer hvað herbergið var. Ég að sjálfssögðu panikka og setti líklegast með einhversskonar heimsmet í skógarhlaupi. Sem betur fer voru lyklarnir og síminn á sínum stað og ég settist kófsveittur á móti þessum fína manni og ég var alveg brjálaðslega móður og sveittur. Hann rétti fram hendurnar sínar og ég rétti mína fram, en ég var með kókoshnetu og tösku í annarri. Svo tók hann í hendina á mér, horfði á mig oooog sleppti. Svo sat ég bara á móti honum í rólegheitunum í góða stund.

T15 T16 T17

Við vorum að borða á veitingarstaðnum okkar þegar ég sá mann með litlu dóttir sinni vera reyna selja öðrum hótel gestum svona lukt sem hægt væri að senda til himins. Ég greip að sjálfssögðu tækifærið og sendi fullt af ást og söknuði og enn meiri ást til himna til Hörpu vinkonu og afa Snorra. Það var ótrúlega gott fyrir hjartað.

T18

Hótelið okkar á Koh Samui geymdi öllu gríni sleppt, dásamlegasta og frábærasta starfsfólk sem ég hef nokkurntíman kynnst. Ég eiginlega bara sakna þeirra. Að öllu leyti stórkostlegt fólk.

SJÁUMST Í FEBRÚAR!!

Skrifa Innlegg

8 Skilaboð

 1. Anna

  3. February 2016

  Fallegar myndir! Ertu með einhver tips fyrir eyjarnar sem þú heimsóttir?

 2. Dagný

  3. February 2016

  Yndislegar myndir og gaman að lesa söguna á bakvið þær. Hlakka til að sjá meira

 3. RR.

  4. February 2016

  ótrúlega gaman að lesa og sjá myndir :)

 4. Hanna Lea

  4. February 2016

  Ekkert smá flottar myndir!

 5. Pattra S.

  6. February 2016

  Ég er heilluð af þessum myndum!
  Við þurfum að fara saman, það er nokkuð ljóst :* <3

 6. Halla

  8. February 2016

  Dásemdar frí hjá ykkur strákunum. Skemmtilegar myndir.