Á mínu heimili er stanslaust verið að ræða hvert við ætlum næst, hvenær, hvernig, hvar, og já, hvert! Ég dagdreymi endalaust varðandi frí. Ég er gjörsamlega orðinn háður því að ferðast, og við erum alltaf að setja íbúðarkaup til hliðar því okkur langar að ferðast aaaaðeins meira. Ég var eitthvað að skoða í símanum mínum þegar ég rakst á myndir frá Tælandi og ég fæ – ekki – nóg.
Útsýnið frá hótelinu í Bangkok – mér finnst svo fyndið að ég hef verið þarna fjórum sinnum á tveimur árum –
Uppáhalds eyjan mín í lífinu, Koh Lipe. Þessi hundur var alltaf sofandi þarna, og ég setti alltaf mat fyrir framan hann á kvöldin, en hann rumskaði aldrei. Þreyttur drengur.
Glass noodle salaaaaad – best í heimi!
Útsýnið úr Bungalowinum okkar –
Besta aftersun í heiminum, gefur mega piparmyntu kikk og kælir mann gjörsamlega niður. Elska það –
Sandurinn gjörsamlega eins og púður –
Munkarnir á morgnana, það var mjööög fallegt að fylgjast með á morgnana, en ströndin fyrir utan okkar resort hét Sunrise Beach, svo morgnarnir voru eiginlega stórkostlegir.
Fimleikastjarnan jújú –
Kominn aftur til Bangkok á hótelið sem við féllum kolféllum fyrir – og komum til með að fara þangað aftur og aftur ..
Maturinn við sundlaugina var top stöff –
Hér má sjá bestu vöfflu lífsins, ég ætla no joke að gista þarna extra lengi næst aðeins útaf þessari vöfflu.
Þennan morgunmat fengum við klukkan 05:00 um nóttina áður en við fórum í flug, það var í boði að panta morgunmat ef maður náði honum ekki. Geggjuð þjónusta og solid hótel –
Nýja Delhi að ofan! Magnað að sjá –
Styttist í næsta ferðalag gæææææs!!!!
Instagram: helgiomarsson
Snapchat: helgiomars
Skrifa Innlegg