fbpx

SVARTUR FÖSTUDAGSLISTI HJÁ 66°NORÐUR –

66°NorðurMEN'S STYLESAMSTARFSTYLE
Samstarf við 66°Norður

Ég var svo hrifinn af því þegar Trendnýtt bloggaði um nálgun 66°Norður á Black Friday – málefnið mikilvægt og einnig bara alveg ótrúlega fræðandi. Facebook logar vegna mismunandi skoðanna í garð Black Friday. Ég hef aðeins eytt að segja, ábyrgðin er hjá neytendanum ef þið spyrjið mig. Þar eru stór fyrirtæki eins og 66°Norður sem velja að nýta þessa tíma til góðs sem mér þykir stórmagnað. Svo eru minni fyrirtæki sem eru að reyna lifa af þessa skrýtnu tíma þar sem hver króna skiptir máli. 66 sýnir það og sannar trekk í trekk að þau eru ávalt með hjartað á réttum stað þegar kemur að starfsemi, og ég dáist að því.

Eins og kemur fram í Trendnýtt blogginu hérna fyrir ofan fer 25% af allri sölu til Votlendissjóð og ég mæli með að kynna ykkur þetta málefni. Gríðarlega mikilvægt fyrir íslensku náttúruna okkar –

Ég setti saman smá óskalista frá heimasíðu 66°Norður og ákvað að deila honum með ykkur og afhverju ég valdi þessar flíkur –

1. Staðarfell jakkinnég er að fara æfa mig að vera töff vetrarhlaupatýpa, svo svona jakki er möst – 
2. Tindur úlpan í Khaki litnum að því að þið vitið .. obvi –
3. Tindur shearling flíspeysan, að því mér finnst ég sexy í minni – 
4. Kríu hliðartaskan, hún er á mínum óskalista, en mér finnst liturinn geggjaður við svartar flíkur. Ég er einnig mikill kríu unnandi – 
5. Torfajökull hettupeysan, einnig á mínum óskalista. Ég prófaði hana á dögunum og hún er þetta grand high quality element í sér sem ég elska. Þessi peysa endist – 

1. Kársnes jakkinnþví hann er líka svona hlaupajakki sem ég þarf til að vera sexy vetrarhlaupari –
2. Húfukolla – því af öllu shittinu sem ég tók með mér frá Kaupmannahöfn heim, þá tók ég ekki eina húfu með – 
3. Vatnajökull primaloft buxur – núna þegar Noel er kominn heim og ég er núna einstæður hundafaðir sem fer fjóra labbitúra á dag, þá mundi ég segja að svona buxur eru mööööst í íslensku veðri – 
4. Tindur í Dark Glacial River litnum – því að velja milli tveggja lita er eins og velja milli barnana sinna, ef ég ætti börn – 
5. Langjökull hanskar – þarna kemur hundapabba hlutverkið aftur inní myndina, algjört möst – 
6. Primaloft sokkar – lesið textann í nr 5, same same – 

1. Nýr Kríu jakki lenti fyrir ekki svo löngu og ég á þennan í svarta. Þessi flík er hreinn unaður. Kæmpe stór meðmæli – 
2. Bylur lopapeysan – klassík og ég eeelska detailinn á ermunum, en þær eru orðnar stærri og breiðari, það er fáááranlega fínt –
3. Krafla vesti – ég lofaði sjálfum mér áður en ég lofaði mér inní kristna trú í fermingunni að ég mundi aldrei nota vesti því þau eru ljót. Í dag er ég 29 ára og ég segi það stoltur, ég elska vesti. Og mig langar í þetta vesti.
4. Drangajökull – án efa mest svona sexy úlpa sem 66°Norður hefur hannað og þar af leiðandi langar mig í hana. Meira segja í þessum ljósa mist lit. Ég er með silfurlitað hár, getiði ímyndað ykkur?

Eigið góðan kæru vinir!

@helgiomarsson
@66north

TOP PICKS Í SMÁRALIND -

Skrifa Innlegg