Það mundi kannski koma einhverjum á óvart, en ég er miiiikil keppnismanneskja. Þegar lögin í Söngvakeppninni sáu fyrst dagsins ljós, þá VISSI ég bara strax að lagið hennar Svölu, Paper var something else. Nú þegar nær dregur lokakvölds finn ég að ég þarf að þurrka blóðið af munninum á mér og keppnisskapið VEL farið að segja til sín.
Ég persónulega þoli ekki þegar við komumst ekki áfram í Grand Final í Eurovision, og það hefur gerst síðustu tvö ár, og í fyrra vann eitthvað gól sem ég man ekki einu sinni hvað heitir.
Í Söngvakeppninni í ár er fullt af flottum lögum, ég er ekki að draga útúr því eða kasta shade-i á nein lög. En mér finnst í ár, við vera með prófessional í öllum öreindum, semsagt le Svala og eigum við að NÝTA það tækifæri og senda það út í stóru keppnina, ásamt því að lagið er heimskulega grípandi og er það búið að vera á repeat hjá mér síðan það kom út, og repeat á íslensku síðan hún söng það síðasta laugardag. Ég veit að ég er ekki einn um það.
Við sendum Pollapönk fyrir litlu börn landsins, og ég þurfti alveg að kyngja því. En NÚÚÚÚNA, sendum við fyrir okkur.
Fagmennska, powerlag, SVALA OKKAR Björgvins. Ég mun missa stjórn á skapinu mínu ef hún fer ekki áfram í stóru keppnina, því ég veit í hverjum einasta vöðvavef í hjartanu á mér hvað lagið á eftir að vera landinu okkar til mikills sóma, eruði ekki sammála?
Ég er #TeamSvala – ef þið eruð með mér í liði, látið í ykkur heyra.
Á MORGUN þann 9 mars – Er #TeamSvala partý á Sushi Social kl 21:00 – hvet ykkur innilega til að mæta. Svala mætir og syngur lagið ásamt fullt af tilboðum handa ykkur til að njóta.
Sjáið meira HÉR
Bölva það í sand og ösku að ég sé ekki heima til að hvetja okkar konu til sigurs, en ég treysti því að restin af #TeamSvölu gerir það fyrir mína hönd líka.
Skrifa Innlegg