Ég veit ekki hvort einhver sá það, en ég og kæróinn erum komnir með eitt stykki KitchenAid inná heimilið okkar. Við erum hvorugir miklir bakarar, en kæró var handviss að við mundum nota hana og fannst þetta algjört must have. Honum fannst þetta held ég bara fín mubla, en hann mun aldrei viðurkenna það.
Jæja!
Hann er alveg að prove me wrong því um daginn galdraði hann fram mikla prótein gulrótsköku sem var MMMJÖG góð, og mér datt í hug að deila henni með ykkur:
Kakan:
50 gr stevia sykur
10 gr smjör
60 gr vanillu prótein
30 gr glúteinfrí hafragrjón
20 gr möndlumjöl
5 gr hampfræ
1/2 tsk lyftiduft
2 tsk kanill
2 tsk negull
smá hafsalt
300 gr hakkaðar gulrætur
1 egg
100 gr eggjahvítur
Kremið:
150 Philadephia léttrjómaostur
50 gr stevia sykur
1 skeið af stevia vanillu dropum/vanillusykur
1/4 af lífrænni sítrónu skralli
– Bræðið stevia sykrinum og smjörinu saman
– Blandið próteininu, hafragrjónunum, möndlumjölinu, hampfræunum, lyftiduftinu, kryddunum og saltinu vel saman í skál
– Rífið niður gulræturnar þunnt og blandið saman í blönduna fyrir ofan (og passið að hafa þær þurrar)
– Blandið svo egginu, eggjahvítunum og smjörinu & stevia sykrinum saman og hrærið vel!
Bam Í ofn í 25 mínútur við 160 gráður og kælið áður en þið setjið kremið á.
NJÓTIÐ VEL!!
Skrifa Innlegg