fbpx

SÚPA Á MÓTI SLAPPLEIKA.

MATURPERSONAL

 

Já, á mínu heimili heyrist fátt annað en hóst og nefpúst og stuttir lúrar einkenndu helgina.

Ég mundi frekar kjósa að vera bara ógeðslega veikur og liggja uppí rúmi eins og lík í nokkra daga en að vera með eitthvað svona vesen í lengri tíma. Svona hálfveikindi bíður uppá ýmis ómögulegheit og ég ákvað að googla hvaða matur getur hjálpað til að hjálpa til með svona ..

Hvítlaukur & engifer var svarið!

Svo ég geri heimskulega góða súpu stútfulla af engifer og hvítlauk. Hún var eiginlega fáranlega góð, en ég hefði auðveldlega orðið einhverjum að bana ef ég ropaði framan í þá.

En svona hljómar uppskriftin!

Matskeið af kókosolíu
800 ml Vatn
Tvær 400ml dósir af kókosmjólk
TVEIR heilir hvítlaukar
Nóg af engifer.
Matskeið af rauðu Thailensku karrý.
Þrjú lime (kreista safann)
Einn og hálfur kjúklingateningur
3 teskeiðar soyasósa (ég notaði þunna og “holla” – fæst í thailenskum matarbúðum)
Ein planta af ferskum kóríander
Ein planta af ferskri basilíku

og auðvitað, fullt af kjúkling (notaði 4 kjúklingabringur, skal niður og sauð í heitu vatni)

Fáranlega bragðgóð & góð fyrir ónæmiskerfið og slær á svona vesen og viðbjóð. Win win!

soup

 

 

ÞESSI LAUGARDAGSMORGUN ..

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1

  1. Helga María

    6. April 2014

    Þegar þú segir “ein planta” meinaru þá eina grein? :)