Mamma og pabbi komu í heimsókn um helgina, mér til mikillar hamingju. Það að vera fjölskyldukær og með króníska móðursýki þá gladdi mig svo mikið að fá þau, og þá sérstaklega þar sem ég var að sjoppa íbúð. Fasteignasalinn okkar var einnig svo góður að taka sér tíma í gær og leyfa okkur að fara aftur inn og sjá íbúðina og þá sérstaklega sýna mömmu og pabba. Mér fannst eitthvað mikilvægt að fá svona “approval” frá mömmu og pabba. Þau voru að sjálfssögðu búin að sjá myndir og myndir sem ég tók sjálfur og þeim leist alveg ótrúlega vel á hana í fyrstu, en þið vitið. Að fá þau inn og segja mér hvað mætti mála og gera og hvað væri sniðugt hefuru alltaf verið mín ideal hugmynd um hvað það er að kaupa íbúð. Helst mundi ég vilja fljúga þau inn til að hjálpa mér að mála og flytja.
Ég verð þó að segja að ég varð eiginlega skotnari í íbúðinni í annað skiptið og er eiginlega juðandi spenntur akkúrat núna. 1 nóvember má koma fljótt!
Hér er svo baðherbergið, það sást ekki í fyrra pósti. En þetta er ný uppgert og lítur alveg bilaðslega vel út. Mig langar að gera smá breytingar en annars er það eiginlega alveg stein solid.
Mamma og pabbi að spjalla við fasteignasalann og Kasper að mynda hvern krók og kima. Segir maður það ekki annars? Jæja. Hann var að mynda allt allavega.
Gólfin eru alveg eldgömul og stútfull af sál og sögu. Alveg eins og ég vil hafa það!
Glugginn í svefnherberginu. Ég verð að segja að ég gjörsamlega elska þessa gluggakistu og langar helst bara að fylla hana púðum og chilla þar öllum stundum. Það er reyndar pínu bitter sweet að þetta verður þó rifið niður og tekið í burtu. Það kemur nefnilega hurð og heljarinnar svalir þarna út.
.. og svo tveir sáttur kaupendur.
Instagram: helgiomarsson
Snap: helgiomars
Skrifa Innlegg