fbpx

ÉG KEYPTI ÍBÚÐ!

DANMÖRKHOMEINTERIOR

Það fór ekki meiri tíma í þetta en þetta vinir. Eftir að við ákváðum að hætta við íbúðina í Frederiksberg þá var ég alveg tilbúinn að slappa af og gera íbúðarleit að svona þriggja til sex mánaðar missioni. Sjá hvaða íbúðir kæmu inn og svo framvegis. Það entist ekki eins lengi og ég hélt en við duttum inná íbúð sem við höfðum séð áður en hún var aðeins yfir budgetti og var aðeins í minni kantinum. Ég vildi fara í allavega 70 fermetra en það var þó áður en ég fattaði að einn fermetir kostar marga marga peninga svona miðsvæðis í Kaupmannahöfn.

Við allavega fundum íbúðina! Hún er á besta mögulega stað í Kaupmannahöfn, ég gæti ekki hugsað mér betri stað að búa á. Hún er alveg við Kødbyen, hún er á Vesterbro, rétt hjá bestu stöðunum að sóla sig, rétt hjá bestu veitingastöðum borgarinnar og ég gæti í raun haldið endalaust áfram. Mér finnst mjög súrríalískt að vera flytja á þetta svæði. Íbúðin er ekki nema rétt rúmlega 60 fermetrar en það mun bætast við svalir sem eru inní verðinu sem við borgum. Baðherbergið og eldhúsið er ný uppgert svo íbúðin er svo gott sem tilbúin að flytja inní, sem er algjör lúxus. Við ætlum bara að mála og gera allt fínt og þá erum við góðir í bili held ég. Ég er svo spenntur. Vanalega er ég ekkert það mikill staðsetningaperri, en þegar svona dettur uppí hendurnar á manni þá er varla hægt að segja nei.

Ég er með smá teaser myndir handa ykkur, en mig langar fyrst að fá hana afhenta áður en ég fer í öll details og sýni hana í heild sinni.

Byrjum á útlitinu á byggingunni sjálfri, það er þessi svarta hægra megin.

Eins Kaupmannahafnalegur inngangur og hann mögulega gerist –

Ég lofaði sjálfum mér að þegar ég mundi fjárfesta í íbúð í Kaupamannahöfn þá yrði að vera svona í loftinu.

Sem ég fékk aldeilis! En þetta er stofan – plís horfið framhjá hrikalegum húsgögnum. Við ætlum frekar mikið að pimpa þessa stofu enda fullt af möguleikum!

Eldhúsið! Sem ég er mjög skotinn í – ég mun taka þessa plötu af og skipta henni út. Og taka borðið og stólana og henda þeim í ruslið. En í bili þá er það ásættanlegt.

JÆJA, TIL HAMINGJU ÉG OG KÆRÓ! Við fáum hana afhenta þann 1 nóvember. Svo við komum heim frá Bali í glænýtt allskonar!

RITSTJÓRINN SJÁLFUR Á FORSÍÐU, TEKIN AF MÉR -

Skrifa Innlegg

10 Skilaboð

  1. Guðrún Sørtveit

    12. September 2018

    Til hamingju elsku <3 Hún er ekkert smá fín!

  2. Svana

    12. September 2018

    Til hamingju aftur elsku Helgi!! Ótrúlega falleg íbúð <3

  3. Dagný sys

    12. September 2018

    TIL HAMINGJU elsku bestu <3 virkilega falleg íbúð, hlakka til að koma í heimsókn

  4. Helga Eir

    12. September 2018

    Vá – TIL HAMINGJU! <3

  5. Hilma Önnudóttir

    12. September 2018

    Vá æðislegt, til hamingju elsku Helgi minn og Kasper!
    Kem vonandi fyrr en síðar :*

  6. Elísabet Gunnarsdóttir

    12. September 2018

    TIL HAMINGJU TIL HAMINGJU TIL HAMINGJU !!! Draumur í dós og fuuullkomin staðsetning. Hlakka til að koma í bolla <3

  7. AndreA

    12. September 2018

    GEGGJAÐ
    Til hamingju

  8. sigridurr

    12. September 2018

    TIL HAMINGJU! <333333

  9. Fanney Ingvars

    14. September 2018

    OH VÁ! Geggjuð til hamingju elsku bestu!! Hlakka til að koma í heimsókn <3

  10. Halla

    15. September 2018

    Falleg íbúð eins og þú segir er hún mjög dönsk. Hver vill ekki eiga íbúð í miðri Kaupmannahöfn. Gangi ykkur vel og góða skemmtun í fríinu.