fbpx

STORYTEL: BÆKUR Í EYRUN – FRÍTT FYRIR LESENDUR

SAMSTARF

Þessi færsla er í samstarfi við Storytel – 

Ég er legit heimsins besti hljóðbóka og podcast-perri og ég gjörsamlega elska að hafa eitthvað í eyrunum. Ég elska bara hugmyndina að ég get orðið fróðari, gáfaðari, betri manneskja, hvað sem er með því að til dæmis taka labbitúr. Ég er búinn að ætla skrá mig á svona hljóðbókar app alveg ógeðslega lengi þar sem ég er byrjaður að hlusta á uppáhalds podcast þættina mína aftur og aftur og aftur. Það gleður mig semsagt alveg ótrúlega mikið að vera vinna smá verkefni með Storytel og tala nú ekki um þegar ég get gefið ykkur einn mánuð frítt. 

Þarna finniði íslenskar bækur, bækur á dönsku, ensku, norsku til dæmis.

Ég er búinn að vera hlusta á endalaust af allskonar bókum og vista þær sem ég ætla að hlusta á næst. Ég er búinn að bókstaflega liggja yfir öllum þeim bókum sem er í boði og það er alltof mikið sem ég vil hlusta á svo ég þarf að taka lengri labbitúra með Noel og vera virkilega duglegur. Ég hlakka rosalega til að halda áfram, mér finnst yndislegt að blasta í hátalarnum mínum á meðan ég elda mat eða vinn myndir eða úti með Noel.

Endilega veriði með mér í þessu og nýtið ykkur mánuðinn fría – ég ætla allavega að vinna mig áfram í þessum bókum hér sem Oprah mælir með, en ég elska podcastið og hún oft með viðmælendur sem eru rithöfundar og hafa skrifað bækurnar sem hún mælir svo vel með. En bókin sem ég er búinn að ætla hlusta á síðan hún kom út er þessi:

HÉR getiði fengið einn frían mánuð! 

Ég leyfi ykkur að fylgjast með ef það er einhver bók sem er GEEEEEÐVEIK –

Sjáumst á Instagram líka: @helgiomarsson

GRILL-VEISLA Í BOÐI RÖGGU NAGLA -

Skrifa Innlegg