SPURT & SVARAÐ: HINAR FULLKOMNU GALLABUXUR.

DANMÖRKÍSLANDOUTFITPERSONALSTYLE

Mikið var ég spenntur að fá þessa spurningu um daginn.

Ég fékk sent á trendnet mailið mitt þetta hér:

“Hæ Helgi, takk fyrir ótrúlega skemmtilegt blogg. 

(Hér kom hluti sem ég svaraði persónulega til hans, fannst bara mega gaman að sýna að honum finnst bloggið mitt skemmtilegt.)

Ég var líka að velta fyrir mér hvort þú vissir hvar ég fæ góðar svartar slim jeans hér á Íslandi? Sé að þú ert alltaf í svoleiðis á myndunum þínum.

Kær kveðja

Svarið er já, sem ég er reyndar búinn að svara honum. En ég lenti inní Dr. Denim Jeansmaker síðast þegar ég var í Reykjavík því það kom gat inní vasann á þeim einu gallabuxum sem ég kom með. Ég var búinn að skoða þær áður hér í Köben en fannst þær frekar dýrar, en þær voru á rúmlega 14.000 kr íslenskar, ég bjóst í rauninni við að þær yrðu dýrari á Íslandi, en nei, alls ekki.

Ég fann mér þessar fáranlega þæginlegu svörtu, á miklu betra verði en ef ég hefði keypt þær hér í Köben.

Týpan sem ég keypti mér heitir Snap, sem þýðir að hún er með teygju sem gera þær svo ótrúlega þægilegar.

Ég er alveg byrjaður að ofnota þær núna og fyrir tveimur dögum pantaði annan lit hjá þeim á Íslandi, enda, halló, betra verð.

Það er sjaldan sem mér líður svona með klæðnaðinn minn, en það er gott að virkilega elska það sem maður er að fjárfesta í.

trendnetbuxurdenim

Hér er ég alltaf jafn brosmildur, í buxunum, smá klaufaskapur að hafa ekki brett uppá þær, en þið fyrirgefið mér það.

Þakka ánægjuleg viðskipti Dr. Denim!

KARLAR MEÐ SNÚÐ.

Skrifa Innlegg