Þegar kemur að útsölum þá er ég snilld. Ég er það bara, ég sogast að útsölu slánni. Ég hef sparað gríðarlegan pening í gegnum tíðina. Ég leyfi mér af og til að kaupa nýjasta nýtt, það er alltaf rödd aftan í hausnum á mér sem segir mér að allt þetta á eftir að fara á útsölu eftir nokkra mánuði. Ódýri, ódýri Helgi. Ó jæja ..
Ef ég hefði borgað fullt verð fyrir allt saman hefði ég borgað 2.250 DKK, eða 46.305 ISK – en eins og þið sjáið, þá borgaði ég aðeins 750 krónur, eða 15.435 ISK.
SEM ÞÝÐIR – að ég sparaði 30.870 ISK.
Halló, hversu mikil snilld?
Hér má sjá hnossið sem ég fékk fyrir þennan pening.
Svört Cheap Monday peysa
Ég varð svo gríðarlega flippaður að kaupa mér peysu sem er ekki svört, eða hvít eða grá. Heldur blá, flippaði ég, ég veit ekki hversu mikið ég mun nota hana. Sjáum til með komandi hausti.
Flippaði Helgi heldur áfram – meira blátt!
Fáranlega næs prjónuð, síð, gegnsæ peysa frá Weekday.
Ég keypti þessa eiginlega bara afþví að ég sá að það kom nákvæmlega eins í haust línunni, ég held ég hafi fengið hana á 75% afslætti. Snilld schnilld.
Þessi hefur verið mikið notaður – elska þennan.
Þessar útsölur, gott stöff.
Skrifa Innlegg