Helgi Ómars

SKÓR.

Ég er enginn skó gaur, ég í rauninni veit ekkert hvaða skór eru flottir og hverjir ekki. Mér finnst converse flottir og allskonar boots flott, annars tel ég mig ekki vita mikið hvaða skór eru geggjaðir og hverjir ekki.

Ég elska að hoppa í íþróttaskó, eða aðra þæginlega og ég er bara sáttur. Þetta er orðið frekar slæmt ástand, en þetta kemur allt með tímanum.
Í gær þegar ég var í símakorts mission-i ákvað ég að kíkja inní Zara þar sem ég er enn svo ánægður með kaupin sem ég gerði þar í Barcelona. Ég var dauðhræddur að ég mundi finna eitthvað sem mundi öskra á mig sem er alveg týpískt þegar maður er blankur og ekki að leita af neinu.

Viti menn, auðvitað fann ég eitthvað, þessir hérna tóku á móti mér ..

.. öskrandi á mig af öllum krafti.

Ég stóðst freistinguna í gær.

En á morgun ætla ég að fara kaupa þá því ég get ekki hætt að hugsa um þá.

Yfirdráttur heeeere I come!!

Ekkert haust í Köben!

Skrifa Innlegg

3 Skilaboð

 1. Halla

  13. September 2012

  Já flottir.

 2. Helga Eir

  14. September 2012

  Mér finnst þeir alveg teeejúllaðir!!

 3. svana

  14. September 2012

  Hahaha þú ert fyndinn;)