fbpx

SJÁLFSELSKU-JANÚAR?

THOUGHTS

Sko, ég fékk smá hugmynd um daginn sem mig langaði að bera undir ykkur, eða kannski ekki bera undir ykkur, eða jú smá því ég er óviss líka. Svo ég ætla deila þessu með ykkur allavega.

Ég held að ég sé ekki sá eini sem er með meðvirkni í blóðinu, og tildæmis segi já þegar mig langar að segja nei og set þarfir annarra framyfir mínar. Mér finnst þetta vera frekar óþæginlegur vítahringur og verður einhvernveginn óþæginlegri og óþæginlegri, er einhver að tengja? Afhverju sagði ég ekki bara nei, afhverju stóð ég ekki með mér, og svo framvegis. Allskonar fer í gegnum hausinn á manni. Mér finnst ég aldrei hafa tíma í neitt, því ef ég er ekki að fara hitta Sigga eða Palla, þá ætti ég að vera heima að vinna myndir, eða úti með hundinn eða muna að hringja í Sollu því ef ég hringi ekki þá verður hún fúl, og allt þetta.

Hugmyndin mótaðist svolítið út af þessu. Mig langar svo ótrúlega að setja sjálfan mig í fyrsta sæti, en það getur verið erfitt þegar maður segir já og amen við öllu sem er hent á borðið manns. SVO, þannig fæddist Sjálfselsku-Janúar, ég nefnilega horfi á orðið “sjálfselska” aðeins öðruvísi. Því mér finnst það flott og frábært að elska sjálfan sig. Þið vitið, sjálfselska.

En hugmyndin af Sjálfselsku-Janúar er eftirfarandi:

  • Ég ætla að taka allan mánuðinn fyrir sjálfan mig
  • Ég ætla tjá fólkinu í kringum mig að ég er næst laus í febrúar
  • Ég ætla að þrykkja mér í jóga sem ég er búinn að vera fresta alltof lengi
  • Ég ætla að skipuleggja mig þannig að ég hef nægan tíma til að fara á milli staða
  • Ég ætla setja fókus á sjálfan mig, rækta líkama og sál og þurfa ekki að hugsa um neitt annað
  • Ég ætla að neita mér um samviskubit, því það er, sorry, óþolandi að vera alltaf með samviskubit yfir prumpi
  • Ég ætla njóta náttúrunnar eins mikið og ég get, prófa sjósund, rölta um garðinn .. whatever
  • Horfa á bíómynd eða lesa bók heima hjá mér. Jú, það er varla til þessa dagana 
  • Ég ætla æfa mig í að segja nei. “Viltu hitta mig í kaffi á morgun?” “Nei ég er því miður ekki laus, en ég skal heyra í þér þegar það hentar”

.. ekki það að þessi hugmynd sé til á blaði. Ég svona on the go-aði hana með þessum skrifum. En þetta er svona planið. Ég held að þessi mánuður verði heljarinnar og drullu góð æfing.

Ég er alltaf að segja þetta við mig “Oh, ég bíð eftir þeirri helgi sem ég er ekki að gera neitt” – svo ég ætla að breyta helgi í heilan og langan mánuð takk og pent!

Kannski er enginn að tengja og aumingja ég að hafa svona mikið að gera. Lúxus vandamál. Ég held samt að það tengist því ekki alveg, held ég. Held það tengist því meira að reyna vinna að þessu endalausa samviskubiti og meðvirkni gagnvart hverri einustu lifandi veru í heiminum.
Annað, auðvitað ef að amma, eða besta vinkona á afmæli, eða hvað svosem það er, það er alltaf eitthvað maður kannski mundi og ætti ekki að sleppa. Ég er svona helst að tala um allt hitt, sem má bíða til febrúar.

Ég er mjög forvitinn hvað ykkur finnst, ég veit að það kommentar enginn á blogg lengur, en látið mig vita –

@helgiomarsson á Insta

BALENCIAGA? EÐA BARA BERNIE SANDERS!

Skrifa Innlegg

Hætta við svar

Skilaboð 1

  1. Hildur Sif

    24. October 2019

    I love this! Held ég joini þetta yoga challenge hjá þér – hljómar stórkostlega! Elska svona pælingar og þær eiga mjög rétt á sér.