fbpx

SINGAPORE PART 2

PERSONALTRAVEL

Velkomin í annan part af Singapore gleðinni sem átti sér stað fyrir aðeins örfáum dögum. Ég er djóklaust svo hamingjusamur að vera í fríi, og ég alltíeinu fékk einhverja svona dellu í hausinn eins og hefur gerst svo oft áður. “Hér ætti ég að setjast að” – “Hér vil ég læra yoga, verða yogakennari og allt þar á milli” – “Ég ætti að hætta í vinnunni” – “Ég ætla að verða vegan” – og svo framvegis og svo framvegis. En þetta er þannig séð ekki kaldhæðni uppi, ég vil þetta allt. Ég hef bara litla sem enga trú á því að ég geti það. Þið afsakið samt, ég er núna á Bali og er að skrifa þessa færslu saman. En við skulum halda áfram með Singapore í gegnum myndirnar, let’s go:

Mættir niðrí mekka Singapore, held ég. Louis Vuitton mjög settlegt og hógvært að vanda. Búðin var við Marina Bay sem er algjört, já, þið sjáið eftir smá.

Þarna á ég tildæmis eftir að fara, það er missionið þegar við erum búnir með Bali.

Þarna er Marina Bay Sands hótelið, en já, þetta lítur kannski út eins og lítið og sætt legó með bát ofan á. En, já, ykkur skjátlast smá, því þetta er gígantískt, sko, gígantískt. Uppi er sundlaug og bar. Ég hélt að gestir mættu aldeilis ekki fara upp, bara þeir sem voru á hótelinu. Kemur í ljós að ég var meira en velkominn þangað upp. Ég og Kasper ætluðum að kaupa okkur hótelherbergi þarna en hættum við útaf extreme pricing. Núna hefði ég alveg viljað tekið þátt í ruglinu og pantað eitt herbergi. Ég er allavega byrjaður að spara núna!

eins og ég sagði, heeejúts.

Þetta hótel á líka ljósagarð beint við hliðin sem heitir Marina Bay Gardens – og var rugl flott.

Þarna vorum við dúllur og fórum á listasafn –

Næst kemur svo Bali blogg – stay tuned!

 

SINGAPORE PART 1

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1

  1. Halla

    21. September 2017

    Þið hafið það notarlegt strákarnir.