Já, nei, ég er ekki alveg dauður.
Þekkiði tilfinninguna þegar það er of mikið að gera, að þú gerir bókstaflega, á allan hátt ekki rassgat? Ég er óþolandi sekur um það. Ég er meira segja búinn að missa jóla andann minn – þá er mikið sagt.
Allavega, ég safnaði saman myndum sem sýnir það að ég er kannski ekki alveg búinn að gera ekki neitt. Fór í bíó, vinnuna, borðaði, aðeins í ræktina, til hamingju með afrekin ég!
Hérna er hádegismaturinn minn frá Palæo – eitthvað svaka mataræði sem sponsorar Elite. Bara prótein, engin kolvetni blabla ..
Í þessu; Reyktur lax, gulrætur, avocado krem, súkíni, hvítkál, ferskar appelsínur og granat epli. Engin geimvísindi þarna.
Vel geymdur demantur í miðbænum, BarBurrito á Studiestræde, þetta er must af prufa í Kaupmannahafnarferðarlagi. Kæró bauð, svo fórum við í bíó.
Ég og Lotus að scouta eftir módelum í Tivoli í mikilli ringingu. Vá hvað ég er flippaður. Hún líka.
Tréfullt af glóandi hjörtum, ég elska þetta tré í JólaTívolí.
Sjáiði hjartað?
Kasper, kominn með æði fyrir Þórsmörk úlpunni minni. Hann sem sagði að hún væri ekki hans stíll, my ass.
Að laga þessa mynd er ekki eitthvað sem ég ætla að afreka – sorry.
Komandi tónleikar í Kaupmannahöfn, nóg af módel stelpum og módelos strákum að finna!
ÁST OG GLEÐI OG KÆRLEIKUR OG JÁKVÆÐNI!
Skrifa Innlegg