Íslands túrarnir, þeir eru góðir, mjög góðir. Þar sem fólk er óhrætt við að kyssa hvert annað á kinnina. Það er ekkert svoleiðis í Danmörku, ónei. Jaðrar við að vera flokkað undir kynferislegt áreiti hérna. Danarassarnir. Vinalegheitin eru auðveld að finna á klakanum okkar, nýtiði það kæru vinir. Ég er að díla við hrækalda Danina hérna á hverjum degi.
Annars eins og oftast, þá er ég að vinna fyrir MOOD. Förðunarmeistarinn Hugo Villard var með masterclass í skólanum og var að mynda verk þeirra sem vöru á námsskeiðinu. Æ þið vitið, og bara vera á Íslandi, keyra bílnum, hlægja, allt þetta. Ísland verður svo viðúnderlíkt þegar maður býr erlendis, ég er að segja ykkur það.
Nóg af skrifum og blaðri, leyfum myndum að tala.
Mættur í World Class í Egilshöll – ósofinn og í einhverjum stórskrýtnum galsa mætti ég. Very good.
Þetta er bara alveg ótrúlega gott moment. Því hér eru engar lygar, ónei. Ég var að taka snapchat þegar manneskjan ská fyrir aftan mig splæsti í eitt feykistórt, kröftugt og skemmtilegt prump í miðri magaæfingu. Það var mjög hressandi.
Heyrðu já, ég fór á svona Ru Paul drag show í boði skólans, sem var mjög fyndið og mjög skemmtilegt! Very good yes. Æ ég er samt svo lélegur áhorfandi, athyglisbresturinn tekur yfir og ég fer bara að pæla í áhorfendunum. Ég var meira segja búinn að missa fókusinn á Beyonce tónleikunum, shame on me ég veit.
Fresco tók mig alveg í heilarassinn .. afhverju gerðu þau þetta? Voru þau að reyna að stríða mér og öðrum kúnnum? Voru þau löt? Voru þau að reyna vera fyndin? Hvað var málið? Fresco, give me some answers.
Talandi um að reyna vera fyndinn, var ég að reyna vera það með þessu hári? Nei vinir, alls ekki. Ég geri hárið á mér svona og svo hægt og rólega verður að meira chillað og fínt, svo þetta er svona fyrstu 5 mínútna hárgleðin sem náðist þarna á memorístick. Þetta er allavega ég og Guðný, elsku Guðný vinkona sem er að fara eignast lítinn Helga – með öðrum manni samt, augljóslega. Hann skal heita Helgi.
Þarna fór ég út að borða á Fiskfélagið! Ég get hiklaust mælt með honum, meeega fínn staður og maturinn eksrímt góður og eeeekstrímt fínn, næstum of fínn. Ég veit ekkert hvað ég var að borða, flókin nöfn og allskonar. Gott þó!
Kokteillinn minn. Sem alkóhólfrír einstaklingur, nennir fólk lítið að sinna mér á svona fínum stöðum og gefa mér blátt líkjör og sprite. Alltaf ánægjulegt. Barþjónarnir á Fiskifélaginu gerðu allskonar gott. Þið vitið, lime, sítrónu, og eins og áður eitthvað annað sem ég skildi ekki. Flókin fín orð.
Ég pantaði mér eitthvað sem heitir Malasía, eða þið vitið, inspererað af Malasíu. Ég var eiginlega kominn með slit á magann og ég var orðinn svo saddur eftir þetta.
Þetta var frekar hressandi, ég var búinn að horfa á þetta verk ansi lengi. Já, flott hér og þar, ókeeei, já, fínt. Svo alltíeinu fatta ég, að þetta er ein stór fín hressandi kynlíf orgía. Vitiði til, skoðiði bara vel. Beint fyrir framan mig við fiskát. Mjög hressandi. Án djóks.
Er ég að sýna ykkur að ég sé ekki með neitt hor í nösunum? Reyndar ekki, en það væri ekki vitlaus hugdetta. Þetta var eina leiðin til að lýsingin mundi ekki láta mig líta svona ferlega illa út.
Krúttlegur skilaboðsveggur á leiðinni út.
Mér fannst viðeigandi að vitna í Finding Nemo. So I did. Uið mitt lítur samt út eins og e eða æ, en þið vitið þá núna. Just. Hvorki jest eða jæst.
Hugo að vera handsome.
Vinkonum mínum Tinnu og Guðnýju fannst þetta ógeðslega ljót mynd af mér. Tinna reyndi að taka það tilbaka þegar ég sagði við hana að ég hélt hún væri bara ágæt. Gekk ekki nógu vel hjá skvís.
Þingvellir, og krystaltæra peninga vatns áar gjáin?
Ó Íslenska náttúra – you do us proud!
Mmmmmmhm, Yoyo, jájá. Ég var þó með minnst af ís og hnosslaði í mínu boxi. Áfram ég #willpower
Endum þetta á kreistu brosi og með dásamlega vinkonu mér við hlið á einni selfie!
Skrifa Innlegg