fbpx

SCOUT ANNÁLL 2014

DANMÖRKWORK

Fyrir ykkur sem vitið, þá er partur af vinnunni minni að spotta ný og fersk andlit til að verða súpermódel. Kannski ekki alveg, en það er alltaf planið!

Þetta er skemmtilegur hluti af starfinu mínu og gaman að fylgjast með þeim frá því að vera spottuð á götunni í að bóka stór verkefni útí heimi. Förum aðeins yfir krakkana frá síðasta ári ..

scout

Þennan fann ég í outletti, þar sem hann var að gefa gjafapoka við innganginn.

scout2

Þennan fann ég í Tívolí, hann var blaðrandi spænsku en ég ákvað þó að taka af skarið og tala við hann, hann talaði fljótandi dönsku og er hálfur frá Kúbu og hálfur dani, fín genakokteill!

scout3

Þennan fann ég á Nørreport, sem er svona Hlemmur Íslands, hann var þarna með vinum sínum og þegar ég fór að tala við hann byrjuðu vinirnir “aauuu EEEEJJ MÓDEL AAA .. HVAÐ MEÐ MIG” – lítið gaman, en samt gaman að scouta þennan, því hann er yndislegur og er að bóka ótrúlega flott verkefni.

scout5

Þennan fann ég á götunni í Århus – hann er núna að vinna fyrir tískuhús eins og Burberry og Jil Sander og fleiri. Mjög gaman!

scout6

Þennan fann ég í garði hér í Kaupmannahöfn, hann er dásamlegur og er með fullt af spennandi verkefnum í sigtinu!

scout7

Þennan fann ég þegar hann var að vinna í svona útibíó, hann var að dreifa fríum lakkrís útum allt og þegar ég labbaði uppað honum spurði hann mig hvort ég vildi meiri lakkrís, sem ég að sjálfssögðu þáði en svo var hann mjög hissa á hvað kom næst, að hann ætti að vera módel.

scout8

Mihn fann ég í Nike búðinni, Nike er uppáhaldsmerkið hans og hann var ekki lengi að bóka worldwide herferð fyrir Nike. Algjör snilld.

scout10

Þennan fann ég í garði!

scout11

.. og þennan líka! Meira segja sama dag. Ég reif óvart í hendina á honum til að stoppa hann, hann hélt ég ætlaði að ráðast á hann, elsku drengurinn.

scout12

Þessa fann ég á Strikinu!

scout13

Þessi er glæný! Fann hana í verslunarmiðstöð, hún er líka Evrópu meisari í Karate.

scout14

Þessi var að kaupa frímerki með mömmu sinni, sama dag vorum við með Casting sem ég svo skipaði henni að mæta í.

scout15

Þessa fann ég á Strikinu!

scout18

Þessi er snilld, fann hana pínu fulla í Metroinum, hún mundi ekki númerið sitt svo vinur hennar gaf mér það. Þegar ég hringdi í hana spurði hún mig hver í fjandanum ég var og afhverju ég var að hringja. Hún nældi sér í samning, rústaði Elite Model Look Denmark og var í Top 10 í Elite Model Look World Final í Kína. Stoltur af þessari.

Screenshot 2015-01-16 00.45.52

Þennan fann ég á flugvellinum í Kaupmannahöfn, glænýr og ýkt spennandi að sjá hvað gerist með hann.

Screenshot 2015-01-16 01.12.05

Ég er alveg endalaust spenntur fyrir þessum, fann hann í Tívolí með foreldrum sínum, hann er að þróast í eitthvað magnað. Hann hefur enga hugmynd hvað hann er fín og flottur.

Screenshot 2015-01-16 00.49.33

Þessi er þýskur! Ég er nýbúinn að bóka fund með skrifstofunni sem við vinnum með í Hamburg, vonandi nælir hann sér í samning kæri vinurinn ..

Screenshot 2015-01-16 00.50.17

Þennan fann ég í Århus á djemmenu. Svaka gæi –

Þetta eru aðeins þau sem eru byrjuð að vinna aðeins og kominn upp á síðunni okkar, annars eru líka allskonar krakkar sem við erum að fylgja og allskonar svoleiðis gleði. Verður gaman að sjá hvað maður finnur á nýja árinu!

Ég er með Instagram sem heitir elitescoutcph – þar er ég alltaf eitthvað að setja inn frá þessu öllu saman!

x

Hótel Smári hjá Keflavíkurflugvelli

Skrifa Innlegg

5 Skilaboð

  1. Svart á Hvítu

    17. January 2015

    Þú ert soddan snilli elsku Helgi, mjög gaman að lesa hvar þú fannst þau öll:)

  2. Dagný sys

    18. January 2015

    Sammála Svönu, gaman að heyra af því hvar þú fannst þau. Mega flott fólk öll sömul

  3. Íris Björk

    19. January 2015

    Spennandi hjá þér og flottir krakkar ! þú ert algjörlega með réttu augun í þetta elsku Helgi

  4. Halla

    19. January 2015

    Skemmtilegt. Þú ert greinilega á réttum stað. Gangi þér og þínum sem allra best.

  5. Dagbjört Kristín

    21. January 2015

    Love it – gaman að fylgjast með!