Ég er svo bilaðslega ánægður að hafa fengið að taka þátt í nákvæmlega – þessu – verkefni. Ég byrjaði að vinna fyrir MAN Magasín frá byrjun, árið 2013 ef ég man rétt? Ég held að ég hafi byrjað á öðru eða þriðja tölublaði og fékk að vinna meira minna undir manneskju sem ég ber svo fáranlega mikla virðingu fyrir mér og hef lært mikið af í gegnum tíðina, og það er engin önnur en forsíðu fyrirsætan og ritstjórinn sjálfur, Björk Eiðsdóttir.
Mér finnst magnað skrefið hennar að vera á forsíðunni og ég fékk að lesa viðtalið snemma og mér fannst það mjög sterkt og magnað að lesa. Björk er ein af tveimur eigendum blaðsins og í viðtalinu fær maður einnig að heyra söguna á bakvið hvernig blaðið byrjaði og magnað að pæla í hversu stórt það er orðið í dag.
Myndatakan tókum við bara í þæginlegu umhverfi með Hafdísi Ingu og Steinunni Ósk og þetta var svo bilaðslega gaman og mér fannst eiginlega já, nokkuð svona einstakt, að fá að hafa verið valinn í þetta gigg með þessum power konum. Ég hlakka til að þið sjá restina af myndunum inní blaðinu og hvet ykkur til í að næla ykkur í blað.
Takk fyrir mig MAN og Björk
xx
Skrifa Innlegg