fbpx

HAUST MUST – FRAKKI // SELECTED

MEN'S STYLESAMSTARFSTYLE

Þessi færsla er í samstarfi með Selected – 

Ég er svo innilega spenntur fyrir haustinu. Ég veit að fólkið heima er ekki sammála mér, en nú hef ég verið hér í júlí og ágúst og það er búið að vera svo bilaðslega heitt og maður er einhvernveginn alltaf klístraður. Veðrið í Kaupmannahöfn er í kringum 16 og 19 gráður þessa dagana og mér finnst geggjað að geta verið í jökkum, löngum buxum og að geta sofið án þess ekki vera með galopinn glugga að kafna úr hita. Þannig hefur lífið í sumar verið nemlig kæru vinir. Ég fagna allavega komandi hausti, fagna ennþá meira komandi jólum og svo bíð ég bara eftir næsta vori. Þykir þetta allt mjög jákvætt allt saman.

Annars skoðaði ég úrvalið í Selected um daginn og var ótrúlega spenntur að eignast frakka fyrir vorið. Er alveg bilaðslega ánægður með hann og mér finnst gæðin á vörunum frá Selected eiginlega alveg ógeðslega góð. Ég var í jakkafötum frá þeim í tveimur brúðkaupum í sumar og var svo handvissum að þau mundu springa utan af rassinum á mér, en þau voru með þol á við Matt Fraser. Þetta eru einstaklega góðar vörur á góðu verði –

   

Allt outfittið er frá Selected
Nema skórnir – þeir eru frá Lanvin

Insta: helgiomarsson
Snap: helgiomars

ÍBÚÐARKAUP Í KAUPMANNAHÖFN -

Skrifa Innlegg