Ég er aldrei þunnur á sunnudögum lengur, né laugardögum, eða vikudögum heldur. Ég er ekki frá því að þynnka sé komin uppá hilluna hjá mér. Það er innilega það leiðinlegasta sem ég geri. Hef sem betur fer ekki þurft að vera með svoleiðis síðustu 6 mánuði, sweet life.
En núna eyddi ég sunnudeginum mínum á Flóamarkaði í Forum. Þar var ég síðast með góðvinkonu minni Beyonce. Stærðin á salnum var ótrúlega og úrvalið enn ótrúlegra. Það er virkilega ótrúlegt hlutirnir sem fólk er að selja, þótti ótrúlega leitt að eiga ekki fullt fullt fullt af pening og stórt stórt hús, ó og æ, aumingja ég. En mission-ið var að finna ýmislegt í íbúðina þar sem við erum búnir að vera á fullu í því að henda út og kaupa nýtt og gera ýkt flott. Lukkan var algjörlega með okkur þegar við fundum sófaborðið og stofuljósið!
Leyfum myndunum aðeins að tala:
Þetta var ansi stórt, vorum þarna í góða 3 og hálfan tíma.
Kasper í kertjastjaka missioni.
Þarna var svona dót, og þetta var alls ekki það eina, eiginlega alls ekki. Það var ekki lítið sem segja manneskjunni sem var að selja þetta að það er ólíklegt að þetta sé að fara seljast.
Ef ég hefði átt 3800 danskar krónur (80.500 íslenskar) og gott meira en það, þá hefði ég keypt þennan fjanda, HHHHVERSU FLOTT??
ooooog stofuljósið! Það verður ekki rautt tengi, ótrúlega fínt.
OOOOOOOOG STOFUBORÐIÐ!! Gerðum gott prútt á þetta! Leyfðum okkur eins og þið sjáið, thailenskan mat í staðinn.
Þetta ljós fer semsagt á haugana.
Skrifa Innlegg