fbpx

REGNIÐ & STÍLLINN.

INSPERATIONALMEN'S STYLESTYLE

Ég er kominn með eitthvað fyndið æði fyrir regnjökkum.

Ég er með einhverja geðveikt skemmtilega mynd í hausnum á mér að vera á Íslandi og mæta á Bræðsluna, LungA og jafnvel Þjóðhátíð (ókei, ég mundi bara taka sunnudaginn) í einhverjum geðveikt flottum svörtum regnjakka. Ég er ekki langt frá því að þrykkja dótinu af skrifborðinu mínu uppí vinnu og góla með dramatískum tilþrifum “JEG SIIIGER OOOOOOOPPP!!!” og svo bara fara til Íslands yfir sumarið.

Það er samt því miður ekki að fara gerast, oni. Það er eitthvað lítið hægt að vera í svoleiðis klæðnaði hér í Köben því þið sem ekki hafið upplifað sumarið í Danmörku, þá er eiginlega alveg ógeðslega heitt hérna á sumrin og verður lítið kalt. Annað má segja um óútreiknanlega Ísland. Á LungA skal maður vera vel klæddur á lokakvöldinu og á Bræðslunni 2012 kroppaði ég frost af tjaldinu mínu klukkan 06:00 um morguninn, yubb.

Hér er dæmi um þetta litla regnjakkaæðið mitt.

rain1 rain2 rain3 rain4

Hversu næs?

rain5 rain6

BOMBER JAKKA ÁST Á ASOS.

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1

  1. Anonymous

    13. April 2014

    Voru að koma alveg eins regnjakka og eru á efstu myndinni til vinstri fyrir herra í 66N, í sumarlínunni! Geðveikir!