fbpx

PAKKAÐ FYRIR TÆLAND

PERSONALTRAVEL

Já, ég er að fara aftur til Tælands. Þrisvar sinnum á tólf mánuðum. Í þetta skipti er ég að fara með kæró og við erum að fara í frí. Ég fæ þannig séð ekki nóg af Tælandi. Við ræddum og skoðuðum mikið hvert við ætluðum að fara, og Mexico, Kúba, Filippseyjar og enn fleiri áfangastaði. En við enduðum aftur á Tælandi, og ég er hræddur um að það mun enda með að vera Tæland að eilífu. Ég án gríns elska þennan stað, matinn, fólkið, æ þið vitið. Ég elska Tæland. Ég er mjög spenntur að vera fara aftur, ég gæti þess vegna flutt þangað.

Við leggjum afstað á laugardaginn, og fljúgum með Emirates sem er hingað til uppáhalds flugfélagið (fyrir utan Icelandair að sjálfssögðu, one love Icelandair), þar er allt frítt og síðast þegar ég fór voru allar þær bíómyndir sem voru Í BÍÓ .. í Entertainment systeminu, og mér leiddist akkert.

Ólíkt síðustu tveimur skiptum sem ég hef farið, þá ætla ég að taka tölvuna með mér, og myndavélina að sjálfssögðu og reyna update-a ykkur jafnóðum. Það er eitthvað lítið gaman að blogga frá skítgrárri Kaupmannahöfn á þessum tíma ársins, en eflaust drullu skemmtilegt að blogga frá Le Thailandos.

Annars er ég byrjaður að undirbúa allt, þar sem ég pakkaði síðast sama dag og ég fór. Æði.

pft01

Sólgleraugu – aldrei nóg af sólgleraugum. Djöfull hlakka ég til að vera með sólgleraugu á andlitinu mínu aftur, shit.

pft02

Vegabréfið mitt, ég set það – aldrei – á sama stað eftir að ég er búinn að ferðast, sem er óþolandi. Ég var í góðan hálftíma að finna það í þetta skiptið. Svo fann ég tælenskan pening, 1890 tælensk baht til að vera nákvæmlegur, alveg hreint. Og þarna er líka varasalvi með sólarvörn.

pft03

Apríl vinkona gerði einhvern status um daginn um þessa bók “Ég man þig” eftir Yrsu, sem fékk engin smá viðbrögð, svo ég hringi beint í mömmu og hún sendi mér eitt koppí.
Ég verð alltaf að vera með notebook með mér í ferðalög, skiptir engu máli hvert ég er að fara.
Shoe Dog – Phil Knight, bók um manninn bakvið Nike merkið. Mjög spenntur að lesa hana.
Þegar ég og Palli fórum út í september splæsti ég í svona svaka djúsí púða, sem reyndist mér drullu vel. Tek’ann með.
Bestu heyrnatól sem ég hef átt – frá Beoplay
Sequence – þegar ég og kæró fórum í okkar fyrsta frí, janúar 2013, fjögur fokking ár síðan, þá tók hann Sequence með, og mér fannst það pínu skrýtið. Nú tökum við það hvert sem við förum, það er mjög fyndið. Ef það kemur rigningardagur eða eitthvað, þið vitið.

pft04

Sólarvarnir, allskonar tegundir. Olíur, krem, sterk, væg, allt þarna á milli.
Sótthreinsisprey á hendurnar, mikilvægt.
Bláa lóns mineral mósturæsíng krem.

pft05

Við áttum þetta sem betur fer frá því í sumar – algjör snilld. Aloe Vera, því það eru svona 98% prósent líkur á því að ég brenni. Ekki af því að ég brenn auðveldlega, það bara gerist alltaf einhvernveginn. Sofna í sólblaði eða einhvern fjandann.

pft06

Gadgettarnir
Polaroid kamera & filmur
GoPro
OG magaveski, þú ferð ekki til Tælands án þess. Mitt er algjör snilld, þetta er bara eins og lítil slanga, en það kemst fáranlega mikið ofan í þetta ágæta magaveski, ég er að segja ykkur það.

pft07

ooooog næst fötin! Fyrst nærbuxur ..

Ég er mjög gjarn að taka alltof mikið með mér til að hafa option og eitthvað.

3 stuttbuxum
1 sundstuttbuxur
5 hlýrabolir
3 bolir
1 sneaks & 1 sandals
Ein þunn peysa –

meira þþþaaaaarf maður ekki .. það er – allt – til þarna svo, s’allgood.

BODY SKRÚBBUR FRÁ VERANDI

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1

  1. Halla

    30. January 2017

    Góða ferð strákar.