fbpx

OUTFIT – COS

SAMSTARFSTYLE

Þessi færsla er í samstarfi með COS

Ég heimsótti COS heima á Íslandi á dögunum og í samstarfi með þeim fékk ég að velja mér nokkrar flíkur. Ég hef vel og lengi verið kúnni hjá COS, búðin er hérna við hliðin á vinnunni minni svo ég veit ekki hversu oft ég hef hoppað yfir og keypt mér skyrtu fyrir fund, eða desperate á Fashion Week eða óvænt út að borða eftir vinnu, YOOOOU name it! Ég elska flíkurnar þeirra, þær eru einfaldar og lúxus og á góðum prís.

Aumingja hundurinn – vantar athygli en pabbi alltof bussí að pósa –

Flíkurnar sem ég valdi mér voru þessar buxur, mér finnst þær eiginlega geggjaðar og þæginlegar. Fínar en samt einfaldar – og svo þessa skyrtu með rennilás. Hef verið mikið í báðum flíkum. Meðal annars hér í fertugs afmæli Röggu Nagla vinkonu

einnig er ég í peysu sem ég valdi mér líka í þessari færslu – sem svo skemmtilega á óvart sprakk alveg upp, færslan semsagt. Kom ótrúlega skemmtilega á óvart hvað hún hreyfði við mörgum –

Þið finnið COS á Kolagötu 101 í nýja miðbænum í Reykjavík. Mæli með að skoða fallega hönnun og fallegar vörur –

@helgiomarsson
Helgaspjallið á Soundcloud & Apple Podcast

HAUST & VETRAR KERTIN HEIMA -

Skrifa Innlegg