Þessi færsla inniheldur linka –
Eftir að við fluttum er ég kominn með sér stað sem ég er sérstaklega búinn að frátaka fyrir örugglega það eina sem er á óskalistanum mínum. Íbúðin er meira og minna ready og eins og staðan er núna þá er ég aðeins meira auga á þessum A9 hátalara frá BEOPLAY. Mér finnst hann gera svo mikið fyrir heimili og hönnunin er svo fáguð og flott. Þessir hátalar eru óalgeng sjón hér í Kaupmannahöfn og ég fæ alltaf þessa tilfinningu “ddddjöfull væri ég til í að eiga svona” – svo síðasta mánudag opnaði ég sparnaðarreikning og er formlega byrjaður að spara. Ég get alveg rólegur sagt að það er fátt sem mig vantar eða langar í. Er mjög nægjusamur, en þegar mig langar í eitthvað svona innilega, þá spara ég fyrir því og læt það gerast. Þessi hátari finnst mér bara svo flottur að ég gæti sleikt hann þegar ég sé hann í búðinni.
Þegar að því kemur yrði eflaust mesti hausverkurinn að velja lit. Ég frekar svartur svona vanalega en svo er stofan mín grá og hvít. En við tökum það þegar að því kemur –
og svo einn jóla í lokin.
Ég held að það sé hægt að skipta á klæðum á frontinu. Hversu bilað fyrir jólin. Stefni á að vera kominn með hann í hús fyrir næstu jól –
Allar vörur frá BEOPLAY fást allar í Ormsson og ég persónulega get ekki mælt meira með þeim. Á heyrnatól frá þeim og hljómurinn er engum líkur.
Instagram: helgiomarsson
Skrifa Innlegg