Þessi færsla er í samstarfi við Blue Lagoon skincare
Bláa Lónið setti á markað alveg fáranlega spennandi vöru sem ég fékk að vera með til að læra um og prófa. Ég fór með Elísubet á kynningu hjá Bláa Lóninu og sérfræðingunum sem standa á bakvið allar vörurnar og það eitt og sér var alveg fáranlega skemmtilegt og fræðandi. Það var eiginlega gjööörsamlega geggjað og fræðandi að sitja á þeirri kynningu, sérstaklega þegar maður er orðinn töluvert meira upptekinn af sjálfbærni og náttúrunni sem slíkri, þá er Bláa Lónið hálf ‘mindblowing’ og að hugsa til þess að sjálfbærni hjá Bláa Lóns húðvörunum hafa verið í forgangi síðan þau fóru í gang með þær.
Allar upplýsingarnar um vöruna er hægt að lesa HÉR en um er að ræða andlitsolíu sem er gerð úr örþörungum Bláa Lónsins, og í raun eru þetta eins og Algae maskinn vinsælli þjappað saman í eina kjaftmikla olíu.
Það hefur verið hreinn unaður að nota þessa olíu, og ég á það til að vera svolítið æstur í vörur sem ég er spenntur fyrir (annaðhvort er ég nískur og nota aldrei, eða æstur og nota of hratt, ekkert þarna á milli) svo ég hef verið að nota hana morgna og kvölds. Á morgnana set ég hana yfirleitt í rakakremið mitt og á kvöldin löðra ég henni í andlitið þangað til ég góla.
Eftir tvær vikur í notkun, þá get ég ekki annað en að gefa þessari vöru mína bestu einkunn og eiginlega rúmlega það. Hún er alveg ótrúlega góð og mér líður eins og ég fari á sætuna þegar ég nota hana. Og það eru mín einlægu meðmæli –
Það var að sjálfssögðu ekki í boði að taka myndir án þess að sætasti gaurinn fékk að vera með –
.. og smakka, og já rífa pakkann í tætlur
Njótið vel!!
Skrifa Innlegg