fbpx

NÝJA ÁRIÐ & UPPGJÖR

Í þessari færslu klæðist ég frakka sem var partur af samstarfi mínu við Selected

Long time no see!

Það er alveg ótrúlega fyndið hvernig lok desember og janúar lamar mig lúmskt varðandi bloggið og samfélagsmiðla. Ég man við ræddum þetta Trendnetarar hérna í Kaupmannahöfn fyrir tæplega ári á tískuvikunni. Ég veit hreinlega ekki hvað þetta er, en ég ætlaði mér svo sannarlega að vinna gegn þessu í ár. Sérstaklega þar sem ég er með alveg lúmskt kitl í maganum fyrir 2020, sem ég vona svo sannarlega að sé ekkert jinx. Þetta er eitthvað svo flott og royal ár.

Það er ótrúlega mikið í vændum og það er eitthvað sem segir mér að þetta verði ár með fullt af áskorunum en vonandi líka sá fullt af fræjum og svo uppskera. Ég reyni svo ótrúlega fast að lifa þannig að hvað svo sem kemur uppá yfirboðið og reynir að buga okkur er í raun aðeins til að kenna okkur og gefa okkur tækifæri til að verða sterkari. Þannig ætla ég líka að baða mig í nýja árinu. Lífið er oft drullu erfitt en með því að horfa á það að erfiður lærdómarnir eru oft þeir sem gefa okkur mest, það er nefnilega ágætis leið til að vaxa sem manneskja.

Kannski er ég bara að tala í hringi.

Vona innilega að þið haldið áfram að fylgjast með hérna á Trendnetinu á nýju ári og þykir vænt um allan lesturinn og áhugan á liðnu ári. Megi 2020 vera ykkur GJÖÖÖÖÖÐVEIKT!!


Þessi guðdómlegi frakki er frá Selected (já, þessi sem ég óskaði mér)

Ást og friður –

Í JÓLA-ÖRTÍMARITI SMÁRALINDAR -

Skrifa Innlegg

2 Skilaboð

 1. AndreA

  7. January 2020

  HAPPY 2020 <3
  Þetta Janúar atriði sko….. var einmitt í svipuðum hugleiðingum…
  Gott að lesa og ætla að vera sammála um að 2020 verði ROYAL og frábært <3
  LoveLove
  A

 2. Halla

  12. January 2020

  Gleðilegt ár til þín og þinna. Vona að árið 2020 verði þér gjöfult í leik og starfi.