Jæja, elsku hjartans krútt prinsinn minn Noel varð eins árs síðasta föstudag og ég GAT EKKI EKKI FAGNAÐ! Ég vaknaði og byrjaði strax að juðast eitthvað í honum og segja að hann sé afmælisdrengur og til hamingju með afmælið og þið vitið öll þessi læti, og ég sver að þessi hundarass fann það á sér að það væri verið að fagna honum. Ég reyni þó að fagna honum á hverjum degi því ég dýrka hann alveg nokkrum númerum of mikið en þetta var eitthvað svo gaman. Brosti upp að eyrum og var bara ofurkrúttið sem hann er. En við erum mjög góðir vinir þeirra sem eiga Shia, sem er systir Nóels, og við ákváðum að fagna saman afmælinu hans saman.
Afmælismuffins fyrir hundarassgötin – Freja galdraði þessar fram!
.. og þeim fannst þetta jú geggjað.
Tvær ofur dúllur – og Noel kann ekki að stjórna sér þegar kemur að mat. Hann er aaaalgjör ryksuga –
Svo var að sjálfssögðu kaka fyrir fullorðna liðið, ég nýti öll tækifæri til að kaupa köku. En keypti þessa hjá BakeMyDay hér í Kaupmannahöfn. Franska súkkulaðikakan með smjörkreminu er náttúrulega bara djók góð –
Bestu fallegu gull –
.. og svo fjöllan saman líka <3
Hlakka til að eyða fleiri árum með þessum demant. Fattið ekki hvað hann er mikil dásemd.
Skrifa Innlegg